Skólaárið 2011 – 2012 verða allnokkrar breytingar á starfsliði leikskólans. Þær Ragnheiður Bæringsdóttir, Boga Thorlasius og María Ólafsdóttir hafa látið af störfum. Þá hefur Björt Þorleifsdóttir deildarstjóri fengið launalaust ársleyfi frá störfum til að sinna námi. Í þeirra stað hafa verið ráðnar Málfríður M. Finnsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir þroskaþjálfi og Guðrún Kristinsdóttir leikskólakennari. Samfara þessu urðu eftirfarandi breytingar á mönnun deilda:Álfadeild: …
Árshátíð nemenda í Tjarnarlundi lokið
Í gærkveldi héldu nemendur Auðarskóla í Tjarnarlundi sína árshátíð. Þótt ekki séu nemendurnir margir var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Í útibúinu eru sjö strákar og ein stelpa og því lá beinast við að setja upp leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikútgáfan var fjölbreytt og skemmtileg og þurftu leikarar að bregða sér í mörg gervi. Fá upphafi til enda einkenndi …
Þemadagar – fréttabréf
Þemadagar standa nú yfir í Auðarskóla grunnskóladeildum. Nemendur eru að vinna að ýmsum verkefnum ásamt kennurum og starfsfólki. Það er hlutverk 10. bekkinga að skrá niður það sem fram fer bæði í formi texta og eins myndatökur. Hér á síðunni má sjá Breka nemenda í 3. bekk með tuskudýrið sitt sem hann bjó til í textílhópnum. Hér á síðunni er …
Yngri nemendur í Tjarnarlundi
Hér má sjá nemendur í 1. til 4. bekk í Auðarskóla grunnskóladeild Tjarnarlundi með líkan sem þau gerðu í samfélagsfræði. Þess má geta að þau voru að læra um ár, vötn, eldgos og jökla.