Ungir og efnilegir listamenn í Auðarskóla

admin Fréttir

Tveir nemendur í Auðarskóla hafa nú birt á youtube hljóðritanir sínar eftir upptökur.  Annarsvegar er það Árný Björk Brynjólfsdóttir sem syngur “ Who Says“  við undirleik Daða Nikulássonar: Slóð hér.Hinsvegar er það Hlöðver Smári Oddsson sem syngur frumsamið lag sitt “ No way – lonely“ og spilar einnig á gítar.  Slóð hér.

Frá skólabókasafni

admin Fréttir

Til þeirra sem eiga eftir að skila bókum.  Vinsamlegast skilið bókum af skólabókasafninu fyrir sumarlokun grunnskólans 16. júní næstkomandi.

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar

admin Fréttir

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Leifsbúð í Búðardal í gær.  Alls mættu 11 keppendur frá eftirfarandi skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugagerðisskóla, Grunnskólanum  Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.   Keppendur sem allir eru úr 7. bekk kepptu í þremur umferðum.  Allir stóðu upplesarnir sig vel og var úr vöndu að ráða hjá dómurum.  Sigurvegari að þessu sinni varð Harpa Hilmisdóttir  úr Borgarnesi (sjá …

Þemadagar

admin Fréttir

Í morgun hófust þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla.  Nemendur í Tjarnarlundi og Búðardal eru saman á þessum dögum. Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar fram að hádegi á öskudag.  Þemað í ár er „listir“.  Nemendum er skipt upp í 6 hópa.  Fimm hópar eru blandaðir frá 1. – 9. bekk og 10. bekkurinn myndar einn hóp.  Hóparnir fimm flakka á milli …