Símenntunarstefna Auðarskóla
Hlutverk símenntunaráætlana
Símenntunaráætlun er liður í því að
ná settum markmiðum Auðarskóla.
Meginhlutverk símenntunar er að efla
starfsfólk í núverandi starfi og gefa því tækifæri til starfsþróunar eftir því sem
aðstæður leyfa.
Símenntunaráætlanir eru gerðar með
hliðsjón af veikleikum, styrkleikum og áherslum Auðarskóla.
Símenntunaráætlun skilgreinir fjármögnun,
skipulag og reglur símenntunar í Auðarskóla.
Símenntunaráætlun Auðarskóla tekur
mið af starfsmanna-, umhverfis- og jafnréttisstefnu Sveitarfélagsins Dalabyggðar,
svo og á annarri stefnumótun sveitarfélagsins, sem varða
starfsmenn Auðarskóla.
Megináherslur Auðarskóla
- Skólinn hvetur starfsfólk til stöðugrar
þekkingarleitar í starfi sínu.
Skólinn leitast við að bjóða upp á
metnaðarfullt starfsumhverfi.
Skólinn styður starfsmenn í uppbyggjandi
starfsþroskaferli sínu sé það skólanum einnig til framdráttar.
Skólinn leggur metnað í að
skipuleggja og bjóða upp á fjölbreytt starfsþroskatækifæri.
Kennarar bera ábyrgð á því að gera
skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í símenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda
sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu, sem nýtist í starfi.
Símenntunarform
Lögð er áhersla á að tengja saman formlega og óformlega fræðslu. Símenntun í Auðarskóla
er:
Námskeið og þjálfun á vegum annarra
aðila.
Viðurkenndar ráðstefnur, kynnisferðir
og málþing.
Stuttar kynningar, t.d hluti funda
sem ætlaður er í fræðslu fyrir starfsmenn.
Lestur fræðilegs efnis í leshringjum
og samþykktur lestur fræðirita.
Kennsla í hópi starfsmanna eða annarra.
Formlegt viðbótarnám/framhaldsnám.
Frá og með ágúst 2014 telst grunnnám í leikskólakennara-fræðum til símenntunar starfsmanna samkvæmt reglum sem byggðaráð samþykkti í máí 2014.
Símenntunaraðilar
-
Starfsfólkið
sjálft. Við nýtum
þekkingu/sérfræði einstaklinga í
starfsmannahópnum.
-
Aðrir
skólar. Við nýtum þekkingu í samstarfi við aðra skóla innanlands sem
erlendis.
-
Opinberar
stofnanir. Við kaupum fræðslu af stofnunum eins og Háskólum, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins,
Svæðismiðlun um málefni fatlaðra og
öðrum opinberum stofnunum er hafa með uppeldi og
fræðslu að gera.
-
Félagasamtök. Við kaupum fræðslu af ýmsum samtökum, sem
huga að velferð í samfélaginu. Dæmi: Samtökin 78, ADHD samtökin, Tourette-samtökin, Blátt
áfram,Alnæmissamtökin, Regnbogabörn,
Rauðakrossinum og fl.
-
Sérfræðingar utan skólakerfisins. Við kaupum þjónustu af færum sjálfstætt starfandi sérfræðingum í ýmsum málefnum.
Meginreglur
Jafnræði. Reynt verður að dreifa
tækifærum til símenntunar eftir þörfum og tilliti til þátttöku starfsmanns á fyrri árum.
Sveigjanleiki. Gert er ráð fyrir að
símenntunarþarfir starfsmanna séu í stöðugri endurnýjun og geti breyst m.a. eftir
aðstæðum og verkefnum hverju sinni.
Þegar starfsmaður hefur tekið þátt í símenntun,
sem er kostuð af Sveitarfélaginu Dalabyggð að einhverju leyti, getur
yfirmaður farið fram á að viðkomandi deili formlega reynslu með öðru starfsfólki, t.d.
með skýrslu, kynningu eða sýningu á afurðum.
Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd
og úrvinnslu símenntunaráætlana skólans.
Starfsfólk er ábyrgt fyrir eigin
símenntun, þ.e. að greina þarfir sínar, hafa frumkvæði að fræðslu og byggja upp og hlúa að
eigin starfsþroska.
Símenntunaráætlun
skólans skal vera aðgengileg og opinber. Hún skal einnig vera birt á vefsíðu skólans.
Framhaldsnám í fjarnámi (einnig grunnnám í leikskólakennarafræðum) getur verið
hluti símenntunaráætlunar. Framhaldsnám
telst þó ekki hluti af 150 tímunum
(kjarasamningur FG) nema það sé ákveðið af skólastjóra.
Starfsmenn sækja um fræðslu til
skólastjóra í viðtölum eða á öðrum tíma ef þurfa þykir. Þeir gera einnig skólastjóra grein fyrir
þeirri endurmenntun sem þeir hafa sinnt á ári hverju.
Tími og magn til símenntunar innan
skólans á hvern starfsmann ræðst af
þörfum og fjármagni hverju sinni.
Símenntun fer ýmist fram á vinnutíma eða utan hans. Slíkt er ákveðið af skólastjóra í samræmi við eðli, innihald og þarfir
hverju sinni.
Fjármögnunarleiðir
- Starfsmaður sjálfur. Starfsmaður óskar eftir að fá að sækja
ákveðið námstilboð. Meti skólinn
námstilboðið ekki þess eðlis að rétt sé að greiða fyrir það getur starfsmaður
með samþykki skólastjóra engu að síður sótt námstilboðið og geitt fyrir það
sjálfur. Dæmi um slíkt eru t.d.
skólagjöld háskóla í framhaldsnámi.
-
Stofnun
– sveitarfélag. Sveitarfélagið gerir í fjárhagsáætlunum sínum áætlanir um
fé til símenntunar.
-
Starfsmenntunarsjóðir. Stéttarfélög reka gjarnan sína
starfsmenntunarsjóði og þangað geta starfsmenn leitað reglulega. Sjóðirnir greiða gjarnan hluta kostnaðar á
móti starfsmanni sjálfum eða sveitarfélaginu.
-
Alþjóðlegir
styrkir. Í alþjóðlegu samstarfi er
miklir möguleikar á styrkjum er styrkja slíkt samstarf. Slíkir styrkir eru aðallega á grunni samstarfs
Norðurlanda annarsvegar og samstarfs innan Evrópu hinsvegar.
-
Tekjumöguleikar. Þar sem
fræðsla fyrir aðra er skilgreind sem símenntun er hægt að hafa af slíku
fyrirkomulagi tekjur, sem dekka að hluta eða allan tilkostnað.
|
Áherslur 2014 – 2015
Grunnskóli:
- Grunnþættir menntunar.
- Fjölbreyttar matsaðferðir.
- Upplýsingatækni og innleiðing Office 365
- Notkun Mentors við áætlanagerð.
- Samskipti – skólabragur
Leikskóli:
- Grunnþættir menntunar.
- Mat í leikskóla.
- Skapandi starf.
Tónlistarskóli
- Einstaklingsnámskrár í tónlistarnámi
- Mat á tónlistarnámi.
|