Mötuneyti

Matseðill mánaðarins

 

 

Matseðill – september 2022
Matseðill – Ágúst 2022
Matseðill – Maí 2022
Matseðill – Apríl 2022
Matseðill – Mars 2022
Matseðill – Febrúar 2022
Matseðill – Janúar 2022
Matseðill – Desember 2021
Matseðill – Nóvember 2021
Matseðill – Október 2021

Markmið mötuneytisins

Meginmarkmið:

 • Við matseðlagerð, hráefnisval, matreiðslu og framreiðslu er haft að leiðarljósi  að maturinn sé  hollur og næringarríkur, sé lystugur og henti börnunum.
 • Við skipulag, undirbúning og útfærslu eru leiðbeiningar í  Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin var út af Lýðheilsustöð hafðar að leiðarljósi.
 • Reglulega er leitað til næringarráðgjafa með leiðbeiningar, yfirlestur matseðla og aðra  ráðgjöf.

Helstu viðmið:

 1. Lögð er áhersla á fjölbreytni við matseðlagerð, að orku- og næringargildi einstakra máltíða sé hæfilegt og takmörkun á salti og harðri fitu.
 2. Stefnt er að því að fiskur sé a.m.k. vikulega á matseðli.
 3. Lögð áhersla á að grænmeti og ávextir séu daglega í boði.
 4. Velja sem oftast ferskar/frosnar vörur og velja kjötvörur með minna en 10% fitu.
 5. Nota reglulega grænmetis/baunarétti til tilbreytingar.
 6. Miða við að saltur og reyktur matur verði ekki oftar en mánaðarlega sem  aðalréttur.
 7. Farsvörur eða naggar verði helst ekki oftar en þrisvar í mánuði.
 8. Við skömmtun eru börnin hvött til að smakka á mat sem þeim er framandi með áherslu á að draga úr matvendni og einhæfni.
 9. Reglulega sé boðið upp á mat sem endurspeglar gamla íslenska matarhefð.

Fyrirkomulag:

Grunnskóli:  Mötuneyti  grunnskóladeildar er í Dalabúð og þangað fara nemendur og starfsmenn til að matast. Þar er reiddur fram morgunmatur kl. 9:10-9:30, fyrir yngsta stig, og kl. 09.50-10.10, fyrir mið- og elsta stig, alla daga og hádegismatur kl. 11:50-12:20, fyrir yngsta stig, og 12.30-13.00, fyrir mið- og elsta stig, mán.-fim. Mælst er til þess að hálfu skólans að allir grunnskólanemendur séu í morgunmat og hádegismat.  Þeir nemendur sem kjósa að koma með nesti að heiman borða það í mötuneytinu.

Leikskóli: Í leikskólanum er borinn fram morgunmatur kl. 08.00, hádegismatur kl. 11.30 og síðdegishressing kl. 14.30.  Matast er inni á deildum skólans.  Hádegismaturinn kemur úr mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð.

Vinsamlegast athugið að matseðlar geta breyst af óviðráðanlegum orsökum.  Upplýsingar um vikulegan matseðil er að finna á heimasíðu skólans,  á auglýsingasvæði í grunn- og leikskóla og  síma 430-4710.