Námsfyrirkomulag

Kennt er á skólatíma

Miðað er við að nemendur stundi tónlistarnám sitt á skólatíma í grunnskólanum, það er frá því að skólabílar koma kl. 8.30 og þar til skólabílar fara kl. 15.10. Til þess að svo megi verða eru nemendur að jafnaði teknir úr kennslustundum í grunnskólanum en einnig er notaðar gæslustundir hjá yngstu nemendum.
Reynt er að haga því þannig að nemendur fara ekki alltaf úr sömu kennslustundum og reynt er að taka tillit til óska nemenda og foreldra.

Einstaklingstímar og hópatímar

Þegar verið er að kenna á hljóðfæri er um einstaklingskennslu að ræða og þá er boðið upp á hálft eða heilt nám. Hálft nám er 30 mínútur á viku og heilt 60 mínútur á viku. Hægt er að vera eingöngu í hópatíma, t.d. sönghóp eða hljómsveit. Tónfræðin er kennd í þremur aldrushópum 30 mínútur á viku.
Þessu til viðbótar er svo samspil nemenda reglulega.

Hljóðfæri sem kennt er á

Tónlistardeildin er lítil og því er fjöldi þeirra hljóðfæra sem kennt er á takmarkaður við þá fjölhæfni sem kennarar deildarinnar búa yfir.
Kennt er á eftirfarandi hljóðfæri:

  • Píanó
  • Orgel
  • Hljómborð
  • Trommur
  • Gítar
  • Rafgítar
  • Bassagítar
  • Harmoniku
  • Fiðlu
  • Selló
  • Blokkflautu
  • Þverflautu
  • Klarinett
  • Þá er kenndur söngur.
Grunnnám 

Í tónlistardeildinni fer fyrst og fremst fram grunnnám samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla.