Frístundaakstur

Æfingar hjá Undra vorönn 2023 hefjast  mánudaginn 9. janúar.
Hér koma nokkrar nokkur hagnýt atriði ásamt minniháttar breytingum. Viljum við því hvetja alla til að lesa ALLA leið niður 😉
Í upphafi skal endinn skoða: Vorönnin verður frá 8. janúar til 30. apríl inni á Laugum þar sem við verðum með körfubolta, fimleika og íþróttagrunn. Páskafrí verður 6. -10. apríl, frí verður einnig 20. apríl en þá er sumardagurinn fyrsti. Alla aðra daga verða æfingarnar á sínum stað nema eitthvað óvænt komi uppá eins og við þekkkjum nú t.d varðandi færð og veður.
Frístundaakstur: Við höfum gengið frá samningum við Ibbu og Tóta svo þau munu annarst frístundaaksturinn áfram. Við minnum foreldra á mikilvægi þess að skrá börninn sín í bíllinn og muna að láta vita ef barnið kemur ekki með einhverra hluta vegna, hafa skal samband við ritara skólans s: 430 4757 sem kemur skilaboðunum áleiðis. Aðeins bar á því á seinustu önn að börnin vissu sjálf ekki hvort þau ættu að koma með og sum einfaldlega ekki vön svona akstri og treystu sér ekki til að fara með bílnum. Okkur hjá Undra langar að koma til móts við þennan hóp og ætlar Berghildur að vera fylgdarmaður í bílnum fyrstu tvær vikur annarinnar.
Fótboltinn: Í maí hefst svo fótboltinn aftur í Búðardal og stefnum við á flott fótboltasumar 2023! Við ákváðum að taka 4 mánaða hvíld þar sem við höfum heyrt að það komi vel út að taka pásu og vonum að með þessu fáum við enn öflugri fótbolta krakka inn þegar fer að vora!
Rafíþróttir: Við höldum áfram að vilja stytta vinnudaga barnanna um leið og við bjóðum upp á fjölbreytt og öflugt starf og gleður okkur að geta flýtt rafíþróttaæfingunum til 17:00 og verða þær í umsjón Ernis og Martins. Laugardaginn 14. janúar erum við að fá þjálfaranámskeið fyrir okkar þjálfara ásamt fleirum og erum við mjög spennt fyrir því að þróa starfið okkar. Sama kvöld verður svo boðið uppá foreldrafræðslu og verður hún auglýst betur þegar nær dregur.
Körfubolti: Við erum alltaf að reyna að ná til sem flestra og var því ákveðið að bjóða uppá körfubolta í fótboltahvíldinni. Vonandi koma sem flestir og prófi. Þjálfari er Kári, hann stefnir á að kenna krökkunum allt sem hann kann og hver veit nema við förum næst að leita okkur að körfuboltamótum 😉.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Undra og Þjálfarar