Skólasóknarreglur

Verklag gildir fyrir skólaárið 180 daga.                                            Skólasóknarreglur Dalabyggðar-Febrúr 2023-Pdf

Fjarvistardagar  0-9 dagar: Nemendur fá hrós fyrir góða mætingu

Fjarvistardagar 10-14 dagar: Forstig
1. Umsjónarkennari hefur samband við foreldra/forráðamenn og athugar hvort eðlilegar skýringar liggi að baki veikindanna eða leyfa.
2. Ef ekki eru uppi áhyggjur af náms- eða félagslegri stöðu barnsins innan skólans vegna fjarveru, er ekki þörf á frekara inngripi. Fjarvistir eru til skráðar í Mentor og verða teknar til endurskoðunar ef nemandi nær aftur 10-14 dögum.
3. Ef áhyggjur eru af náms- eða félagslegri stöðu barnsins metur verkefnastjóri sérkennslu/sérkennari og skólastjóri hvort skólaforðunarferli fer í gang (Viðbragðsstig).
4. Tölvupóstur sendur af umsjónakennara á foreldra/ forráðamenn þar sem næstu skref eru kynnt (viðbragðsstig).

Fjarvistardagar 15-18 dagar: Viðbragðsstig
1. Umsjónakennari boðar foreldra/forráðamenn og nemanda á fund ásamt verkefnastjóra sérkennslu/sérkennara. Vandi greindur og fundnar lausnir s.s. mætingasamningur gerður (fer eftir aldri). Umsjónakennari er ábyrgðaraðili og fylgir málinu eftir á öllum stigum.
2. Eftir 18 fjarvistardaga: Umsjónarkennari útbýr í samstarfi við verkefnastjóra sérkennslu/sérkennara tilkynningu til nemendaverndarráðs og samþykkis aflað hjá foreldrum /forráðamönnum.

Fjarvistardagar: 19-29 dagar: Hættustig
Verkefnastjóri sérkennslu/sérkennari tekur yfir ábyrgð á málinu en umsjónarkennari er ennþá tengiliður við heimilið og nemandann og fylgist með mætingu.
1. Nemendaverndarráð fjallar um erindið og setur af stað aðgerðaáætlun.
2. Verkefnastjóri sérkennslu boðar foreldra/forráðamenn og nemanda á fund ásamt umsjónakennara. Gerðar frekari greiningar og tillögur um frekari aðgerðir til að bæta skólasóknina.
3. Ef ekki eru áhyggjur af náms- eða félagslegri stöðu barnsins er það metið í samráði við nemendaverndarráð hvort tilkynna eigi málið sem barnaverndarmál.
Tilkynning til barnaverndar gerð af skóla (skólastjóri) ef áhyggjur eru til staðar og foreldrum/forráðamönnum kynnt það (eftir 29 fjarvistar daga).

Fjarvistardagar 30 dagar eða fleiri: Barnaverndarstig
1. Haldið áfram með fyrri úrræði.
2. Tilkynningarfundur hjá barnavernd er innan 7 daga frá því að tilkynning berst sem tekur ákvörðun um könnun tilkynninga.
3. Ef mál er samþykkt í könnun þá er því úthlutað til barnaverndarstarfsmanns (eins fljótt og mögulegt er).
4. Viðtal við foreldra/forráðamenn, kallað eftir upplýsingum frá helstu stofnunum s.s. skólum og heilsugæslu. Mögulegt samstarf við skóla og málið sett í meðferðaráætlun/aðgerð í framhaldinu. Fundargerð unnin af barnaverndinni. Könnun máls í barnavernd getur tekið allt að 4 mánuði. Greinagerð um könnun, máli lokað eða gerð meðferðaráætlun.
5. Meðferðaráætlun gerð af barnaverndarstarfsmanni t.d. aðkoma meðferðaraðila/sálfræðings, fjölskylduráðgjöf, sjúkrakennsla, tilsjón, MST, fóstur o.fl. sett í gang í samvinnu foreldra/forráðamanna/skóla.
6. Eftirfylgnifundur/teymisfundur barnaverndar með foreldrum/forráðamönnum og skóla.
7. Markmiði náð, máli lokað.
8. Ef markmið nást ekki verða tilkynningar ítrekaðar á mánaðarfresti ef skólasóknarvandi nemanda heldur áfram.