Áherslur í skólastarfi

Áherslur 2020-2021

Áherslur í starfi:

  • Innleiðing á agastefnu
  • Stærðfræðistefna
  • Skólareglur – endurskoðun

Stofnaðir verða þróunarhópar um þessi verkefni þvert á skólastigin.

Áherslur 2019-2020

Áherslur í starfi:

  • Námskrá – Klára að innleiða námsmat á öllum kennslustigum grunnskólans.
    • Gefið verði eftir nýju einkunnarkerfi. Í öllum bekkjum skólans nema 10. bekk verður gefin einkunn skv. 5 tákna kerfi en þeim sem ljúka námi í námsgreinum eða í 10. bekk samkvæmt bókstöfum A, B, C
    • Foreldrar á öllum kennslustigum verði fræddir um nýja kerfið
    • Kennarar fylli inná hæfnikort nemenda yfir allan veturinn
    • Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum
  • Aukið læsi – Í Auðarskóla á læsi að vera lykilatriði í öllu námi nemandans og þá í víðum skilningi á því hugtaki.
    • Allir grunnskólanemendur eru með heimalestrardagbók
    • Það er mikilvægur þáttur allra kennara að fylgjast með lestri nemenda og fylgja því eftir að færni hans sé sífellt að aukast
    • Skólinn gerir allt sem hann getur til að styðja við lestrarnám
  • Vinnuvernd.
    • Efla hljóðvist.
    • Heilsuefling.