Skólavistun

Gæsla til skólaloka

Gæsla til skólaloka er úrræði fyrir nemendur sem eru með færri vikustundir en 37 á viku og þurfa að bíða eftir skólabíl eftir að tímasókn þeirra lýkur.
Gæslan, sem er gjaldfrjáls, er fyrir öll börn í 1.-4. bekk á skólasvæði Auðarskóla og einnig fyrir börn í 5. – 7. bekk sem eru í skólaakstri.
Börn á miðstigi, sem búa í Búðardal fara heim þegar tímasókn þeirra líkur.
Um er að ræða gæslu í allt frá 280 mínútum á viku hjá yngsta stigi niður í 80 mínútur hjá miðstigi.

Að öllu jöfnu fer gæslan fram útivið á lóð skólans.
Þegar veður er slæmt eða það er mikil rigning er gæslan innan dyra.
Skólaliðar grunnskólans annast gæsluna og er afar mikilvægt að láta gæslufólk vita ef nemandi er ekki í gæslu tiltekna daga.
Sími gæslunnar er: 894-1433.

Starfstími gæslunnar miðast við nemendadaga og því er lokað í fríum.

Veik börn geta að sjálfsögðu ekki verið úti, en sé barn að ná sér eftir veikindi má það vera inni í einn dag á gæslutíma.