Orðaspjall

Orðaspjall

Um orðaspjall

 Orðaspjall er leið til að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Stuðst var við orðakennsluaðferð (e. Text talk) sem kynnt var og þróuð og í bókinni Bringing words to life (Beck, McKeown og Kucan, 2002). Aðferðin var þróuð á grundvelli rannsókna sem sýndu að markviss orðakennsla hefur jákvæð áhrif á lesskilning og skilning barna. Hún felst í því að kennarinn les bók með börnunum og velur orð úr bókinni til að kenna samkvæmt ákveðnu ferli. Samhliða orðakennslunni er lögð áhersla á að efla málskilning og máltjáningu barnanna með samræðum um sögurnar sem lesnar eru. Kennarinn spyr opinna spurninga sem krefjast þess að börnin ígrundi söguþráðinn vel og hvetur börnin til að leggja orð í belg.