Dóta- og litadagar

Dóta og litadagar í leikskólanum

Dótadagar

Fyrsta miðvikudag í mánuði er dótadagur.  Þá mega börnin koma með leikföng að heiman.  Miðað er við eitt leikfang á barn, en auðvitað er tekið tillit til fylgihluta.  Ekki er leyfilegt að taka með stríðsleikföng eða  hávaðasöm leikföng.  Leikskólinn tekur ekki ábyrgð á leikföngum.

Litadagar

Að jafnaði eru litadagar einu sinni í mánuði.  Á litadögum klæðast börn og starfsfólk einhverju í þeim lit sem dagurinn er tileinkaður. Ef ekki eru til föt með viðkomandi lit, er það  allt í lagi.   Oft er föndrað í leikskólanum með litinn og t.d. búnar til litaðar vöfflur; farð í leiðangra að finna litinn og fl.