Hagnýt atriði fyrir skólaárið

Tilynningar til skóla

 • Það er regla að láta skólann vita af veikindum eða leyfum nemenda á hverjum degi sem þau eru fjarverandi, nema um langtíma veikindi eða leyfi sé að ræða sem tilkynnt hefur verið fyrirfram.
 • Það er nauðsynlegt að láta skólann vita milli klukkan 8:00 og 8:30 ef nemandi er fjarverandi þann daginn. Skilaboðum á að koma beint til starfsmanna á skólatíma eða í tölvupósti. Þegar forföll eru tilkynnt með tölvupósti á að senda á bæði ritara og umsjónarkennara.
 • Ef nemandi þarf leyfi í 1 til 2 daga þá veitir ritari/umsjónarkennari leyfið. Ef það er til lengri tíma verður að koma inn skriflegt leyfi frá foreldrum með góðum fyrirvara. Eyðublað er á heimasíðu Auðarskóla og hjá ritara og skal því komið til ritara.
 • Mikilvægt er að bílstjórum sé tilkynnt ef breytingar verða á ferðum nemenda. Skólinn þarf einnig að fá upplýsingar um það ef nemandi sem alla jafna fer með skólabíl á ekki að fara með bílnum þann daginn.

Stuðningskerfi skólans

 • Sérkennari skólans hefur samband við foreldra þeirra nemenda sem njóta sérkennslu. Fer hann yfir markmið og innihald sérkennslunnar. Netfang sérkennara er bergthora@audarskoli.is
 • Eineltisáætlun skólans má nálgast á heimasíðu Auðarskóla. Það er mikilvægt að foreldrar láti okkur vita ef þeir hafa grun um einelti eða samskiptaörðuleika hjá börnum í skólanum. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir einelti og í því samhengi er mikilvægt fyrir foreldra að láta okkur vita um grun um eitthvað.
 • Við Auðarskóla starfar nemendavernd. Í henni sitja skólastjóri, sérkennari, skólahjúkrunarfræðingur og skólasálfræðingur. Meðal hlutverka hennar er að taka við umsóknum fyrir greiningar og aðra sérfræðiþjónustu fyrir nemendur. Eyðublað er hægt að nálgast hjá skólanum fyrir þær umsóknir.

Reglur

 • 1.- 10. bekkur eru ekki með síma eða tölvur í skólanum. Ef nemandi þarf að vera með síma á sér, þá er hann ofan í tösku hjá þeim eða þau geyma hann hjá ritara. Síminn er alltaf á eigin ábyrgð og með leyfi forráðamanna. Fari nemendur ekki eftir þessum reglum og þau afhenda ekki símann er haft samband við foreldra og þau sækja símann.
 • Nemendur mega koma með mp3 spilara í skólann til þess að hlusta á tónlist.
 • Þurfi nemendur að koma með tölvu í skólann þarf að láta umsjónarkennara vita af því fyrirfram og gera um það sér samkomulag. Eins og með önnur tæki sem nemendur koma með í skólann eru þau alfarið á ábyrgð nemenda og foreldra.
 • Vegna nýrra persónuverndarlaga hefur verið tekin upp sú vinnuregla að þegar foreldrar eða aðrir koma í skólann er ætlast til þess að allir geri grein fyrir sér við skólaritara þegar komið er inn í skólann.

Höfum í huga

 • Það er mikilvægt að nemendur komi alltaf í skólann klæddir eftir veðri og að öll föt séu vel merkt.
 • Á heimasíðu skólans koma inn fréttir og aðrar tilkynningar af skólastarfinu. Þar er einnig hægt að nálgast aðrar áætlanir og skólareglur.
 • Lestur er grunnstoð í öllu námi. Við Auðarskóla er ætlast til þess að foreldrar styðji vel við lestrarnám sinna barna og aðstoði þau við heimalestur.
 • Skólasíminn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 -15:10 og á föstudögum frá 8:00 -12:30.