Skólasóknarkerfi grunnskóladeildar Auðarskóla
Fyrsta stig: Ef nemandi er með fleiri en 10 forfalladaga (veikindi eða leyfi) á skólaárinu.
Viðbrögð: Umsjónakennari sendir bréf til foreldra og boðar þá til sín. |
Annað stig: Ef nemandi er með fleiri en 15 forfalladaga (veikindi eða leyfi á skólaárinu.
Viðbrögð: Umsjónakennari boðar foreldra á fund með skólahjúkrunarfræðingi. Ef um veikindadaga er að ræða óskar skóli eftir læknisvottorði. |
Þriðja stig: Ef nemandi er með 20 eða fleiri forfalladaga (veikindi eða leyfi) á skólaárinu.
Viðbrögð: Aðstoðarskólastjóri boðar foreldra með umsjónakennara og sérkennara á fund. Þar tilkynnir hann þeim að málið verði borið upp á nemendaverndarráðsfundi. |
Fjórða stig: Ef nemandi er með 25 eða fleiri forfalladaga (veikindi eða leyfi) á skólaárinu.
Viðbrögð: Skólastjóri vísar málinu til barnaverndarnefndar og tilkynnir foreldrum um þá ákvörðun. |