Vorferð elsta stigs

Auðarskóli Fréttir

Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er hlutverkaleikur. Um kvöldið var kvöldvaka með allskonar þrautum. Gist var í íbúðunum á Staðarfelli. Þriðjudagsmorguninn var farið inn að Laugum. Þar var farið í leiki með loftboltum, grillað og svo endað á sundlaugapartý með vatnsblöðruslag. Mjög vel heppnuð ferð og voru nemendur skóla sínum til sóma eins og ávallt. Við þökkum Björgunarsveitinni og Sveini kærlega fyrir aðstoðina.