Vefsíða Auðarskóla

admin

Vefsíða Auðarskóla er greinilega  mikið notuð.  Samkvæmt yfirliti af vefsvæðinu, sem mælir umferð og heimsóknir á síðuna,  eru daglegar flettingar á síðunni að rokka til og frá á bilinu 200 – 800.  Meðaltalið síðastliðinn mánuð er því um

400

flettingar á dag sem gera

12.000

flettingar á mánuði.  Miðað við þennan fjölda og niðurstöður úr innra mati skólans þar sem fram kemur að foreldrar eru ekki duglegir að nota heimasíðuna, má reikna með að langflestir sem heimsækja vefsvæði Auðarskóla séu ekki hluti að skólasamfélaginu.   Heimasíðan er stútfull af gagnlegum upplýsingum sem nýtist öllum landsmönnum og það kemur fram í aðsókninni.

Í raun eru vefsvæðin þrjú sem birta upplýsingar um skólastarf Auðarskóla.  Það er „heimasíðan“ sjálf með allar almennar upplýsingar og svo tveir námskrárvefir fyrir grunn- og leikskóladeildir.    Námskrárvefirnir eru þeir fyrstu sem slíkir á landsvísu, þ.e. að námskrár skóla séu skrifaðar beint á vef í stað pappírs.