Varðandi loftmengun frá Holuhrauni

admin Fréttir

Í Auðarskóla er fylgst með loftgæðum utandyra og hugsanlegum tilkynningum í fjölmiðlum um hættuástand í einstökum landshlutum. 
 Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að
SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.       
Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/
Daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæðin má nálgast á vef Veðurstofunnará slóðinni
http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.loftgæði.is. Þar má sjá punkta og þegar smellt er á þá má sjá mælingu mengunarinnar á þessum stöðum.

Ekki eru allir mælar á landinu nettengdir en virkni þeirra tryggir að viðvaranir eru gefnar út þegar mengunartoppar ganga yfir. Þeir mælar sem næstir eru Búðardal eru í Stykkishólmi, á Hvammstanga  og í uppsveitum Borgarfjarðar.  Á þessum stöðum hafa mælar ekki farið í hættumörk.