Tölvuvæðing í Auðarskóla

admin





Picture

Nýja tölvuverið í grunnskólanum

Á árinu 2012 hófst umfangsmikil endurnýjun tölvubúnaðar í Auðarskóla ásamt aukinni tölvuvæðingu stofnunarinnar í heild. Stór hluti búnaðar var orðin mjög gamall eða allt að 10 ára. Eftirfarandi hefur verið gert í þeim málum :

Deildir skólans; leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli, eru nú allar tengdar saman, með þráðlausu samgandi, á einn netþjón með sömu afritunarstöð og sömu internetgátt.  Þannig hefur öryggi gagna verið bætt og gagnafluttningur milli deildar verið stórbættur.

Búið er að endurbæta og stækka þráðlausanetið í grunnskólanum þannig að allstaðar er hægt að vinna á fatölvur, spjaldtölvur eða snjallsíma.  Búið er að auka hraðann á internetinu út og inn  úr stofnuninni, sem eykur möguleika þess að nota námsefni beint af neti . Búið er að fastsetja upp í loft skjávarpa í fimm kennslustofum og tengja þá tölvum.  Búið er að færa nemendatölvur út í almennar kennslustofur og inn á bókasafn.  Allir kennarar grunnskóladeildar hafa nú fengið nýjar vinnutölvur.  Tölvukostur í tónlistarskóla hefur verið endurnýjaður og tölvukostur í leikskóla endurnýjaður að hluta.

Síðast en ekki síst hefur tölvuver grunnskólans verið endurnýjað að fullu.  Þar eru nú nýtt „client“ kerfi, sem samanstendur af einni móðurtölvu og 14 „clientum“.

Á næsta ári er fyrirhugað að endurnýja áfram tölvur í skólanum.  Þá verður og sjónum m.a. beint að spjaldtölvum fyrir sérkennslu og leikskólabörn.

Það er mikilvægt að hafa  það í huga að í námsumhverfi samtímans er tölva og upplýsingatækni  ekki síður mikilvæg en blýantur, bækur og önnur námsgögn.  Því þarf að huga vel að þeim málum bæði í skóla á heimili barna.