Skólastarf fer vel af stað í Auðarskóla

admin

Skólastarf í Auðarskóla er farið af stað og gengur vel. Í sumar voru þó nokkuð miklar framkvæmdir hér í skólanum sem gengu að mestu leiti eftir áætlun. Kerfisloft var sett í eina stofu sem breytir hljóðvist í henni til miklilla muna eins voru lögð ný gólfefni á stofur í neðri álmu skólans þar sem yngsta stig hefur sínar stofur. Að lokum má nefna að salernisaðstaða nemenda í efri byggingu var endurnýjuð og færð í betra form.

Nú á haustmánuðum eigum við von á því að settur verði upp ljósleiðari hér í skólahúsnæðið sem er orðið tímabært því netkerfi skólans er orðið gamalt og löngu kominn tími á endurnýjun.

Fjöldi nemenda í grunnskóladeild er nokkuð stöðugur ár frá ári tæplega 90 börn og er starfsmanna velta lítil hjá okkur sem gerir allt skólastarf auðveldara. Þeir nýju starfsmenn sem tóku til starfa í vetur og þeir sem hafa skipt um starfshlutverk hjá okkur hafa fallið vel inn í hópinn og bjóðum við þau öll velkomin til starfa.

Við hlökkum til skólastarfsins í vetur og væntum góðrar samvinnu við heimili og allra þeirra sem koma að skólstarfinu í Auðarskóla sem endranær.

​Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri