Skólaakstur fellur niður mánudaginn 23. mars

admin Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn

Á morgun munum við fella niður skólaakstur á öllum leiðum. Við höfum fengið ný tilmæli frá stjórnvöldum og meðan við erum að máta okkur að þeim þá fellur skólaakstur niður á öllum leiðum. 

Skólinn verður opinn á morgun með sama skipulagi og var í síðustu viku. Foreldrum/forráðamönnum í dreifbýli er að sjálfsögðu heimilt að koma með sín börn sjálf í skólann. 

Þetta á eftir að skýrast betur á morgun. 

Kær kveðja,
Hlöðver Ingi Gunnarsson 
Skólastjóri  Auðarskóla