Skólabúðirnar á Reykjum

admin Fréttir

Picture

Reykjaferðin
Við nemendur í 7.bekk fórum á Reyki í Hrútafirði vikuna 16. – 20. jan 2012. Við vorum mætt um hádeigi á mánudag svo var okkur skipt í 3 hópa. Við vorum látin skiptast á að þrífa borðin eftir hverja máltíð og vorum látin læra almenna umgengni. Á daginn vorum við í hópavinnu og á kvöldinn fórum við á skemmtilegar og fjölbreytilegar kvöldvökur nema á fimmtudaginn þá var diskó. Við krakkarnir í Auðarskóla fengum að vera með atriði á miðvikudag og fimmtudag.    Myndir frá ferðinni er að finna hér
Soffía og Tómas

Íþróttir
Allir fóru tvisvar sinnum í íþróttir. Við fóru í körfufrelsi, það er skipt í tvö lið sem fara á sinn hvorn helminginn á vellinum. Þetta er nokkurn veginn eins og brennibolti en þegar krakkar eru úr fara þeir af vellinum og bíða þar þangað til þeir eru frelsaðir. Þeir eru frelsaðir með því að það er skotið í körfuna hjá hinum. Farið var í leiki með fallhlíf og einnig í „köttur og mús“, þrautabraut og bara venjulegan skotbolta. Við fengum ávexti í hverjum tíma og alltaf enduðu þeir með sundi.
Guðmundur og Júlía

Náttúrufræði/fjaran
Það er byrjað inn í náttúrufræði stofunni. Okkur var skipt í 6 hópa. Vorum þar í smá stund og fórum svo í fjöruna að týna þara og allt merkilegt sem finnst í fjörunni í Hrútafirði. Svo fer maður aftur í stofuna að rannsaka allt sem maður fann með stækkunargleri og smásjá. Inni í náttúrufræðistofunni var margt merkilegt að sjá sem hefur fundist í fjörunni síðustu ár t.d. hauskúpa af lunda, beinagrind  af fiski, krossfiskar og margt fleira spennandi. Náttúrufræði kennarinn heitir Einar og Halldóra tók við einum tíma vegna veikindi Einars. Maður horfði á myndband sem að neðansjávarmyndatökumaður tók upp í sjónum í Hrútafirði og þar var mikið merkilegt að sjá.
Íris Dröfn og Óskar 

Stöðvaleikur
Þar er fjallað um síðustu aftöku á Íslandi, þar sem Agnes og Friðrik voru tekin af lífi. Við fengum líka að sjá aftöku öxi, eftirlíkingu af þeirri sem var notuð til að taka Agnes og Friðrik af lífi. Við fengum líka að halda á henni og hún vó 10kg. Kennarinn sem var með stöðvaleikinn heitir Unnar og hann er mjög skemmtilegur. Hann sagði okkur 2 draugasögur, önnur var um hermenn og hin var um hann sjálfan þegar hann var ný fluttur á Reyki.
Matthías og Páll Andri

Undraheimur Auranna
Undraheimur Auranna var mjög skemmtilegt verkefni , þar var spjallað um peninga og vexti og við fórum líka í peningaspil, svona spilar maður það: Maður byrjar á að draga spjald sem stendur á til dæmis; þú gafst hænunum að borða, hlauptu hring í kring um húsið til að sanna að verkinu sé lokið fyrir það færðu 5000 kr.  Þá hleypur maður hring í kringum húsið til að fá 5000 kallinn. Svo eru margar aðrar þrautir.
Einar B. Þ. og Einar B. E.

Byggðasafn
Við skoðuðum gamla hluti og gamla bæi. Svo slekkur kennarinn ljósin og við megum skoða allt með vasaljósi. Hann segir frá því hvernig það var í gamla daga. Við fórum í leiki sem voru notaðir í gamla  daga t.d. hoppa yfir kindabein, reisa horgemling og reipitog. Þegar menn fóru á sjó þá þurftu þeir stundum að nota leikina til að halda á sér hita. Svo skoðar maður Ófeig ( það er  hákarlarbátur) og svo fær maður að smakka hákarl og hann var ógeðslegur!  Sumum fannst hann góður. Kennarinn heitir Einar og hann er skemmtilegur.
Stefanía og Ríkharður


This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.