Myndir af tónfundum

admin

Nú eru myndir frá tónfundunum á þriðjudag og miðvikudag komnar inn á myndasvæði skólans.   Einnig er þar nú að finna myndbandsupptöku af seinni fundinum, sem haldinn var inni í skólanum. Tónfundirnir heppnuðust vel og komu allmargir foreldrar í heimsókn þessa daga.

Opið hús í leikskólanum

admin

Föstudaginn 28. okt. ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum, milli kl. 9 og 11, og aftur kl.13 og 15. Það eru allir velkomnir til okkar hvort sem þeir hafa tengsl við barn í leikskólanum eða ekki.  Hér er líf og fjör, og okkur finnst alltaf gaman að fá góða gesti. Kveðja Börn og starfsfólk

Með þakklæti fyrir gjafirnar

admin

Við í leikskólanum erum svo heppin að okkur hafa áskotnast góðar gjafir að undanförnu. Í haust var okkur gefið fullt af Barbídóti og fleiru sem kemur sér vel hjá okkur. Í október kom Haukur Atli með fullan poka af grímubúningum með sér og gaf leikskólanum. Dagný Sara kom einnig með gjöf til okkar, hún kom með fullt af garni og …

Tónfundir í tónlistardeild

admin

Framundan eru fyrstu tónfundir tónlistardeildarinnar þetta starfsárið.  Þann 25. október næstkomandi  verður tónfundur út í tónlistardeild fyrir yngri nemendur í tónlistarnámi.  Daginn eftir verður tónfundur í efra rýminu í grunnskólanum og þar koma fram eldri nemendur í námi  og hljómsveitir. Tónfundirnir  hefjast báðir kl. 11.40.  Foreldrar sem aðrir aðstandendur  eru velkomnir á fundina.

Ungmennabúðirnar á Laugum

admin

Vikuna 17.-21. október munu nemendur 9. bekkjar Auðarskóla dvelja á Laugum, Sælingsdal ásamt umsjónarkennara. Samstarfsskólanir á Vesturlandi eru á sama tíma.  Upplýsingar frá skólabúðunum hafa verið sendar heim. Auðarskóli greiðir allan kostnað við ferðina en foreldrar greiða þó fæðiskostnað eins og nemandi væri í Auðarskóla þessa daga. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 17. október.  Brottför verður 11:50 á mánudag og heimkoma í Búðardal …

Út og inn um gluggann

admin

Ákveðið var að steypa 1.-5. bekk saman í síðustu kennslustund föstudaginn 7. október.  Hópurinn  sameinaðist m.a.  í því að rifja upp þann  gamla leik “ Inn og út um gluggann“.

Skólaráð Auðarskóla

admin

Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Ingibjörg Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra Ingibjörg Anna Björnsdóttir fulltrúi foreldra Þórunn Björk Einarsdóttir  fulltrúi foreldra Elínborg Eggertsdóttir fulltrúi annars starfsfólks Linda Traustadóttir fulltrúi kennara grunnskóla Guðrún Kristinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla Hlöðver S. Oddsson fulltrúi nemenda Stefán R. Kristjánsson  fulltrúi nemenda

Leikskólinn búinn að taka upp kartöflurnar

admin

Kartöfluuppskeran var betri í ár en síðastliðið ár  hjá krökkunum á Álfadeild. Börn fædd 2006 tóku upp kartöflurnar og fengu með sér heim í soðið. Katrín matráður, sauð síðan restina og fengu allir glænýjar kartöflur með fiskinum sínum.  Algjört lostæti. Þann 15. september var grænn dagur í leikskólanum. Flestir komu í einhverjum grænum fötum, það var föndrað með litinn og …

Starfsdagur í Auðarskóla

admin

Næstkomandi mánudag 26. september er starfsdagur í Auðarskóla samkvæmt skóladagatali. Leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli verða lokaðir. Því er enginn skólaakstur þann daginn. Skólaakstur hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. september. Þann 27. september hefst akstur samkvæmt stundaskrá í íþróttakennslu á Laugum.

Stjórn nemendafélags Auðarskóla

admin

Nemendur hafa nú, á fyrstu dögum skólaársins,  kosið eftirfarandi til  stjórnar í  nemendafélagi sínu: Angantý E. Guðmundsson 10. bekk Braga Gíslason 10. bekk Elínu H. Jóhannesdóttur 9. bekk Hlöðver I. Oddsson 8. bekk Stefán R. Kristjánsson 9. bekk Þórönnu H.Gilbertsdóttur 8. bekk Til vara voru eftirfarandi kosnir:  Benedikt M.Finnsson 8. bekk Guðmundur Guðbjörnsson 9. bekk Guðbjartur R. Magnússon 10. bekk …