Samvinna leik- og grunnskólans

admin

Einu sinni í viku, á fimmtudagsmorgnum milli kl. 10.10 og 11.30 hittast nemendur 1. bekkjar og börn í elsta árgangi leikskólans.  Samvinnan hófst formlega 17. sept. og  var byrjað á því að kynnast skólanum. Við fórum því  saman í skoðunarferð og heimsóttum kennara- og kennslustofur og hittum þar nemendur og kennara. Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil …

Jólaföndursdagurinn

admin Fréttir

Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla.  Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu margir tímann í …

Piparkökuskreyting foreldrafélagsins

admin Fréttir

Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð.Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti.Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. ​KveðjaStjórn foreldrafélags Auðarskóla

Gerum stærðfræðina sýnilega

admin

Vikuna 28. sept. til 2. okt. færum við stærðfræðinámið út úr bókunum.  Í tveimur kennslustundum á dag hittast hópar þvert á aldur og fást við fjölbreytt stærðfræðiverkefni.  Unnið verður með fjölbreyttan efnivið, t.d. perlur, pappír, gangstéttir, gólf, timbur, tvinna og fleira. Viðfangsefnin eru margvísleg og unnið verður með margföldun, hnitakerfi, form og fleira.  Útfærslur verkefnanna fara eftir hugmyndaauðgi krakkanna. Stefnt er að …

Ný stjórn foreldrafélags Auðarskóla

admin

Á aðalfundi Foreldrafélags Auðarskóla þann 15. september 2015 var kjörin ný stjórn.  Í nýrri stjórn eru Björt Þorleifsdóttir formaður, María Hrönn Kristjánsdóttir gjaldkeri, Jónína Kristín Guðmundsdóttir ritari, Emilía Lilja Gilbertsdóttir meðstjórnandi og Baldur Þórir Gíslason meðstjórnandi. Varamenn stjórnar eru Harpa Sif Ingadóttir og Ásdís Kr. Melsted. Þórey Björk Þórisdóttir gaf áfram kost á sér til næstu tveggja ára sem fulltrúi …

Stjórn nemendafélags Auðarskóla

admin

Kosið hefur verið í stjórn nemendafélags Auðarskóla fyrir skólaárið 2015-2016. Eyrún Eik Gísladóttir var kjörin formaður nemendafélagsins. Sigrún Ósk Jóhannesdótti r var skipaður gjaldkeri og varaformaður og Lydía Nína Bogadóttir ritari og varagjaldkeri.  Þá er Birta Magnúsdóttir einnig varagjaldkeri og Árni Þór Haraldsson vararitari. Fulltrúar í skólaráði Auðarskóla eru Helgi Fannar Þorbjarnarson og Erna Hjaltadóttir . Varamenn stjórnar nemendafélagsins eru …

Mikið lesið á miðstigi

admin Fréttir

Á miðstigi er  lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …

Tónlistarnám í Auðarskóla

admin Fréttir

Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla.   Skráningu skal ljúka fyrir 27. ágúst. Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 28.ágúst.  Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski.  Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér.Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér.Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér eða  hjá umsjónarkennurum í skólanum og …

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs Lagabreytingar Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. Önnur mál Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …

AFS Skiptinemar í Dalabyggð veturinn 2015-2016

admin

AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem byggja á óformlegri og formlegri menntun. Þátttakendur stunda skóla og kynnast nýrri menningu.  Þátttakendur dvelja og sækja skóla í tæpt ár eða skemur í öðru landi.  Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru …