Stóra upplestrarkeppnin

admin Fréttir

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram miðvikudaginn 20. mars. Óhætt er að segja að nemendur hafi staðið sig með stakri prýði. Tekið góðum framförum og bætt sig hvert í sínum þáttum. Fulltrúar Auðarskóla í Vesturlandsupplestrinum sem verður í Dalabúð fimmtudaginn 28. mars verða þau Jóhanna Vigdís og Alexander Örn. Til vara er Katrín.

Samvinna 1. bekkjar og elsta árgangs leikskólans

admin Fréttir

Í samvinnu 1. bekkjar og skólahóps var umhverfið og plastnotkun til umræðu. Til að minnka plastpokanotkun saumuðu og klipptu nemendur boli og bjuggu til fjölnotapoka sem hægt er að grípa í ef fötin hjá yngsta stigi verða blaut. Nemendurnir bjuggu til 30 boli sem notaðir verða í staðinn fyrir plastpoka. Mikilvægt er að foreldrar sendi pokana aftur í skólann svo …

Árshátíð Auðarskóla frestað

admin Fréttir

Eins flestum er kunnugt um er skæður vírus að ganga yfir landið okkar og þurfum við að taka tillit til hans og afleiðinga sem honum geta fylgt. Eftir nokkra yfirlegu þá hef ég tekið þá ákvörðun að fresta árshátíð Auðarskóla um óákveðinn tíma. Þetta er gert eftir samtal við yfirmenn mína og sóttvarnarlækni Vesturlands.  Ég vona að þið sýnið þessu …

Skólabílar og leikskóli

admin Fréttir

Allur skólaakstur Auðarskóla fellur niður á morgun, þriðjudaginn 14. janúar 2020 vegna veðurs. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun hér á svæðinu í nótt og í fyrramálið og því höfum við ákveðið að skólabílar aki ekki á morgun, eins geta foreldrar barna í Búðardal ákveðið að hafa börn sín heima ef veður er slæmt og færð eftir því. Það …

Hundraðdagahátíð!

admin Fréttir

​Skrifaðar voru tölurnar frá 1 – 100 og hundrað algengustu orðin í íslensku. Að vinnu lokinni var haldin hátíð þar sem boðið var upp á pizzu og djús. Deginum lauk svo með frjálsum leik. Umsjónarkennarar á yngsta stigi. Föstudaginn 31. janúarhélt yngsta stigið ​hundraðdagahátíð. 

Tónfundir í nóvember

admin Fréttir

Tónfundir fóru fram í tónlistardeildinni þriðjudaginn 12. og fimmtudaginn 14. nóvember. Voru þeir haldnir á sviðinu í Dalabúð og sú tilhögun tókst með miklum ágætum. Nemendur stóðu sig frábærlega og er gaman að sjá hvað þeim fer mikið fram.  Með nýfengnu og spennandi samstarfi tónlistarkennaranna verður nú áhersla á meira samspil og megum við eiga von á að sjá fleiri …

Sjálfsmatsskýrsla-Starfsáætlun

Auðarskóli Fréttir

Starfáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er komin inn á heimasíðu skólans. Sjötta skýrsla um sjálfsmat Auðarskóla er einnig komin inn. Í skýrslunni er gert grein fyrir tveimur matsþáttum; Líðan, þarfir, starfsandi og samstarf   og  viðmót, menning og ytri tengsl. Auk þeirra er að finna umbóta- og matsáætlun fyrir skólaárið og nýja langtímaáætlun innra mats sem gildir til skólaársins 2025-2026. Skýrslurnar eru að finna …