Skíðaferðir 2024

Auðarskóli Fréttir

Skíðaferðir mið- og elsta stigs 2024 Nemendur á mið- og elsta stigi fóru í  skíðaferð á skíðasvæði Tindastóls í síðustu viku febrúar. Hvor hópur um sig gisti eina og nótt og fengu báðir hópar tvo góða daga í brekkunni. Í Auðarskóla eru bara duglegir nemendur enda sýndi það sig að þeir gáfust ekki upp þó í fyrsta skipti væru sumir …

Gjaldskrá Auðarskóla 2024

Auðarskóli Fréttir

Gjaldskrá-Auðarskóli-2024 Gjaldskrá Auðarskóla fyrir árið 2024 var samþykkt af sveitarstjórn 7. desember 2023. Foreldrar/forráðamenn geta kynnt sér breytingar í skjali.

Samráðsskjal-Drög að menntastefnu Dalabyggðar

Auðarskóli Fréttir

Kynning á drögum menntastefnu Dalabyggðar fyrir íbúa Dalabyggðar fór fram miðvikudaginn 17. janúar. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.   Opnað hefur verið fyrir tillögur á úrbótum á menntastefnunni. Í skjali sem fylgir frétt þessari er hægt að skrá tillögur og athugasemdir. Um er að ræða …

Félagsmiðstöðin-Samstarfshittingur 18.janúar

Auðarskóli Fréttir

Komið er að fyrsta samstarfshittingi félagsmiðstöðva: Gildrunni er boðið á Hólmavík á fimmtudaginn 18. janúar.Lagt af stað frá skólanum kl. 16:45Komið til baka um kl. 21:10Muna að taka með nesti og góða skapið 🙂

Sundkennsla á vorönn

Auðarskóli Fréttir

Sundkennsla hefst nk. þriðjudag 16. janúar. Allir hópar fá einn tíma á viku frá og með næsta þriðjudag og út vorönnina.

Fjarfundur-Ný menntastefnu Dalabyggðar 2023-2028

Auðarskóli Fréttir

Miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17 verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu með fjarfund á Teams fyrir íbúa Dalabyggðar til að kynna drög að nýrri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023-2028. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að fá …

Jólamyndakeppni grunnskólans

Auðarskóli Fréttir

Jólamyndakeppni grunnskólans er árviss viðburður í starfi Auðarskóla. Veitt eru verðlaun fyrir bestu jólamyndina á hverju stigi. Í ár voru  vinningshafar jólamynda: Stefanía Rut 4. bekk Svana Sigríður 5. bekk Þorgerður 10. bekk Til hamingju Stefanía, Svana og Þorgerður.

Jólagetraun á elsta stigi

Auðarskóli Fréttir

Nemendur elsta stigs voru með daglega jólagetraun seinustu sjö kennsludaga fyrir jólafrí. Spurningarnar voru stærðfræði og íslensku tengdar. Telma Karen vann jólagetraunina og fékk glæsilegan vinning í verðlaun. Til hamingju Telma Karen.