Nýr námskrárvefur Auðarskóla

admin Fréttir

Ný námskrá Menntamálaráðuneytisins frá 2011 felur í sér breytingar á ýmsu er við kemur skólastarfinu.  Á nýjum námskrárvef er hýst námskrá um nám, hæfniviðmið, námsmat, lykilhæfni og kennsluhætti í grunnskóladeild Auðarskóla.  Einnig er grunnþáttum menntunar gerð nokkur skil.

Námskráin er að þessu sinni að stórum hluta smíðuð beint á vefinn í stað þess að setja hana upp fyrst á pappír og færa svo yfir á vef.  Vefformið hentar betur til endurskoðunnar og gefur möguleika á að víkka út eða vísa í annað efni í gegnum hlekki.  Þá sparar námskrá á vef mikinn pappír.

Þar sem námskráin er byggð á vefnum tekur hún stöðugt breytingum.  Uppfærslur eru dagsettar jafnóðum.  Eitt og annað kann að vanta nú við opnun vefsins þar sem hann er enn i smíðum. Dæmi um það sem vantar er t.d.: Viðmiðunarstundarskrá, meira efni um grunnþættina, gátlista í mati og gátlista tengdu árlegum námsviðmiðum.

Námskráin er unnin af stjórnendum og kennurum skólans.

Slóð á nýjan námskrárvef er: www.grunnskolanamskra.weebly.com