Á síðustu dögum fyrir jól er jólahátíðar minnst í stóru og smáu í Auðarskóla. Næstu daga eru helstu atburðir skólans sem tengjast jólum.
Í dag 17. desember eru litlu jólin í leikskólanum. Að þessu sinni eru þau haldin í nýjum salarkynnum leikskólans kl. 15.30.
Á morgun, þann 18. desember eru jólatónleikar tónlistarskólans. Verða þeir haldnir í Dalabúð kl. 17.00 – 18.00. Þar verða jólalög í fyrirrúmi.
Fimmtudaginn 19. desember eru svo litlu jólin í grunnskólanum. Þeim lýkur með hátíðarverði í Dalabúð kl. 11.30 og er heimakstur áætlaður kl. 12.30. Það er jafnframt síðasti skólaakstur ársins.
Þessi skemmtilegi árstími býður ekki bara upp á jólahátíð, heldur líka válynd veður og því vissara að fylgjast vel með veðurhorfum.
Í dag 17. desember eru litlu jólin í leikskólanum. Að þessu sinni eru þau haldin í nýjum salarkynnum leikskólans kl. 15.30.
Á morgun, þann 18. desember eru jólatónleikar tónlistarskólans. Verða þeir haldnir í Dalabúð kl. 17.00 – 18.00. Þar verða jólalög í fyrirrúmi.
Fimmtudaginn 19. desember eru svo litlu jólin í grunnskólanum. Þeim lýkur með hátíðarverði í Dalabúð kl. 11.30 og er heimakstur áætlaður kl. 12.30. Það er jafnframt síðasti skólaakstur ársins.
Þessi skemmtilegi árstími býður ekki bara upp á jólahátíð, heldur líka válynd veður og því vissara að fylgjast vel með veðurhorfum.