Þemadagar í grunnskólanum eru nú á fullu. Þemað er “ Óraunverulegir heimar“. Sex aldursblandaðir hópar eru nú í óðaönn að reisa sex heima, þar sem allt er dullarfullt og óraunverulegt.
Áhugi og sköpunargleði nemenda er búin að vera mjög mikil og ljóst að það stefnir í afar skemmtilegan og frjóan afrakstur. Því viljum við gjarnan bjóða foreldrum í heimsókn föstudaginn 3. febrúar í skólann frá kl. 11.30 til að skoða hina nýju óraunverulegu heima.