Góður árangur

admin Fréttir

Picture

Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.
Keppendur Auðarskóla  þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði.  Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós að Helga Dóra hafði náð góðum  árangri að hafnað í þriðja sæti.