Grunnskólamót í glímu

admin





Picture



​Þann 15. maí síðastliðinn fór hópur af nemendum úr Auðarskóla á Reyðarfjörð til að keppa í glímu. Þau tóku flugvél frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem þau voru sótt þar og farið með þau á Reyðarfjörð. Í hópnum voru þau Mikael, Benóní, Telma, Jóhanna Vigdís, Birna og Dagný Sara. Öllum gekk þeim mjög vel, Mikael hafnaði í 3. sæti í flokki 6. bekkjar strákar stærri. Benóní hafnaði í 3. sæti hjá 7. bekkja strákum. Telma hafnaði í 4. sæti hjá 5. bekkjar stúlkum. Birna hafnaði í 4. sæti hjá 9. bekkjar stúlkum. Dagný Sara hafnaði í 2.-3. sæti í sama flokki og Jóhanna Vigdís vann þann flokk og er þar með grunnskólameistari í glímu í sínum flokki. Þetta er allt mjög flottur árangur og við óskum þeim öllum til hamingju með þennan frábæra árangur. Eftir mótið fór flugvélin okkar ekki strax þannig að krakkarnir drápu tímann með því að skella sér í sund á Egilsstöðum. Eftir að hafa svamlað aðeins í sundinu fóru þau svo og fengu sér smá að borða áður en þau fóru upp á flugvöll og flugu svo aftur til Reykjavíkur eftir frábæran dag.

Dagný Sara Viðarsdóttir tók saman