Dagur leikskólans

admin Fréttir

Fimmtudaginn 6. febrúar  er Dagur leikskólans. Við ætlum að gera okkur dagamun þann dag og verður opið hús í leikskólanum frá kl. 14-16.
Börnin mega mæta með hatt, bindi, slaufu eða veski til að punta sig með. Um hálf þrjú mun Regnbogahópurinn (börn fædd 2008) vera með smá uppákomu í salnum.  Vonandi sjáum við sem flesta, það eru allir velkomnir.

Kveðja frá starfsfólki leikskólans