Haustfagnaður leikskólabarna í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Fimmtudaginn 21. september kl 16:00 verður smá haustfagnaður í Dalabúð fyrir leikskólabörnin og foreldra þeirra. Eldri systkini mega að sjálfsögðu fylgja með. Við ætlum að skemmta okkur saman stutta stund, foreldrar og börn. Við hlökkum til að sjá sem flesta. Einnig væri gott ef  foreldrar sjái sér fært að aðstoða við frágang eftir að fagnaðinum er lokið. Margar hendur vinna …

Frábær dagur á Miðstigsleikum

Auðarskóli Fréttir

Miðstigsleikar fóru fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi þann 13. september síðastliðinn í blíðskaparveðri. Leikarnir eru samstarfsverkefni nágrannaskólanna Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólans í Borgarnesi, Heiðarskóla og Reykhólaskóla. Þar koma nemendur saman úr 5., 6., og 7. bekk og gera sér glaðan dag og keppa í hinum ýmsu greinum. Keppt var í fótbolta stúlkna og drengja, kúluvarpi, 60 metra hlaupi, langstökki og 600 …

Símafrí í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Símafrí í Auðarskóla heldur áfram eins og undanfarin ár. Nú hafa verið sett upp um skólann skýr plaköt til útlistingar á fríinu, hvar eiga nemendur að geyma símann á skólatíma og einnig verklag um viðurlög gleymi nemendur sér. Það er okkar trú sem og foreldrasamfélagsins að símafrí geri börnum gott, hjálpumst að við halda Auðskóla símafríum á skólatíma.   Hér …

Gulur september

Auðarskóli Fréttir

Nemendur unglingastigs fengu í dag fræðslu um geðheilbrigði og tóku umræður um það mikilvæga efni með kennara. Markmiðið með gulum september er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum en í ár er sérstök áhersla lögð á geðrækt á vinnustöðum, með slagorðinu „Er allt í GULU á þínum vinnustað?“ Þann 7. september er GULI dagurinn og eru öll hvött til …

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla 23. ágúst

Auðarskóli Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 23.ágúst, klukkan 20:00 í efra rými grunnskólans. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og hjálpa okkur að efla samstarf skóla og heimilis. Dagskrá 1. Ritari fundar og fundarstjóri kosin 2. Varastjórnarmeðlimir kosnir 3. Kosinn fulltrúi í fræðslunefnd 4. Kosnir fulltrúar í skólaráð 5. Kosnir tveir skoðunarmenn ársreikninga 6. Skýrsla stjórnar lögð fram …

Skólasetning Auðarskóla 23. ágúst

Auðarskóli Fréttir

Ágætu foreldrar Nýtt grunnskólaár er að hefjast og vonum við að allir hafi átt gott sumarfrí og mæti nú hressir og kátir til leiks. Skólasetning Auðarskóla er miðvikudaginn 23. ágúst og bjóðum við líkt og áður alla nemendur og foreldra velkomna í skólann þennan fyrsta skóladag ársins. Nemendur hitta umsjónarkennara sína á eftirfarandi tímum: Kl. 10:00       Yngsta stig   í neðri …

Samningur um SKÓLAÞJÓNUSTU

Auðarskóli Fréttir

Samningur hefur verið gerður við Ásgarð skólaráðgjöf um sérfræðiþjónustu við skólann. Á vef Dalabyggðar þann 25. júlí sl. birtist eftirfarandi frétt: Í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum kemur m.a. fram að: „Sveitarfélög skulu tryggja að viðeigandi skólaþjónusta sé veitt í leik- og grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að …

Sumarfrí leikskólans-Opnar 9. ágúst

Auðarskóli Fréttir

Leikskólinn fór í sumarfrí þann 1. júlí sl. Hann opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst kl. 7.45. Þriðjudagurinn 8. ágúst er skipulagsdagur  starfsmanna.