Ný læsisstefna Auðarskóla

admin Fréttir

​Auðarskóli hefur unnið að læsisstefnu um nokkurt skeið. Nú er vinnu lokið og komið að útgáfu hennar. Markmið með læsisstefnunni er að efla læsi í víðu samhengi, samræma kennsluhætti og námsmat milli skólastiga.  Læsisstefnuna er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum:Um skólann – Stefnur og mat Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk Auðarskóla.

Aðalnúmer skólans misvirkt

admin Fréttir

Aðalnúmer skólans 430-4757 dettur inn og út og því ekki alltaf hægt að hringja í það.  Það dettur út mislengi hverju sinni og er inni mislengi. Ef þið náið ekki í aðalnúmerið er hægt að reyna að ná í númer aðstoðarskólastjóra, Kela, 430-4754.​Eins er hægt að senda tölvupóst á jonina@audarskóli.is ef erfitt reynist að ná inn í skólann. Fyrir leikskólann …

Kaffihúsakvöldinu frestað fram á mánudag

admin Fréttir

Kaffihúsakvöldinu, sem auglýst var hér fyrir neðan, hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember. ​Vonumst við til að þessi breyting nái til allra sem höfðu hug á að mæta.

Skóladagatöl næsta skólaárs

admin Fréttir

Skóladagatöl skólaársins 2018-2019 eru komin hér inn á vefinn. Undir flipunum „Grunnskóli“ & „Leikskóli“ er efsti valkosturinn „skóladagatal“.

Útskrift úr leikskóla

admin Fréttir

Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskóla Auðarskóla miðvikudaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Fjallasal leikskólans að viðstöddum góðum gestum. Útskriftarnemarnir, alls níu talsins, fengu bók og blóm að gjöf frá leikskólanum. Framtíð þessara nemenda er björt og við óskum þeim öllum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Á síðasta aðalfundi foreldrafélags Auðarskóla var ákveðið að breyta tímasetningu aðalfundanna og hafa þá í maí.   Fráfarandi stjórn klárar samt skólaárið en þá getur svo ný stjórn tekið við strax í upphafi næsta skólaárs, eða frá 1. ágúst. Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður því haldinn í grunnskólanum fimmtudaginn 23. maí kl. 17:30.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir …

Smá breyting á skóladagatali

admin Fréttir

Við viljum benda á smá breytingu á skóladagatali grunnskólans. Smiðjuhelgin sem átti að vera fyrir unglingadeild 29. – 30. mars hefur færst til 5. – 6. apríl. Uppfært skóladagatal er komið hérna inn á vefinn:www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html

Ný gjaldskrá Auðarskóla

admin Fréttir

Við vekjum athygli á því að um áramót tók í gildi ný gjaldskrá Auðarskóla. Hægt er að nálgast gjaldskrána inn á vef Dalabyggðar:​http://dalir.is/Files/Skra_0079003.pdf

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020

admin Fréttir

Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …