Á skíðum skemmti ég mér trarallalla!

Auðarskóli Fréttir

Í vikunni fara allir nemendur Auðarskóla á skíði. Nemendur á mið- og elsta stigi fara á skíðasvæði Tindastóls og dvelja þar hvort stig fyrir sig í tvo daga og njóta útiveru og æfa sig á skíðum og snjóbrettum. Miðstig dvelur fyrir norðan mánu- og þriðjudaginn 20.-21. mars og elsta stigið miðviku- og fimmtudaginn 22.-23.mars. Nemendur á yngsta stigi fara á …

Söngvakeppni SAMVEST 16. mars

Auðarskóli Fréttir

Söngvakeppni SAMVEST verður haldin í Dalabúð fimmtudaginn 16. mars kl. 18.  SAMVEST er samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Vesturlandi og eru félagsmiðstöðvarnar alls 8 á svæðinu. Búast má við miklu fjöri þar sem milli 200 og 300  ungmenni verða samankomin um kvöldið. Skipulag viðburðar er í höndum íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanns félagsmiðstöðvarinnar og er undirbúningur á fullu þessa dagana.

9. mars-Skipulagsdagur í grunnskólanum

Auðarskóli Fréttir

Nk. fimmtudag 9. mars er skipulagsdagur í grunnskóla Auðarskóla. Skólinn verður lokaður þann daginn. Skólabílar ganga ekki þann daginn og lengd viðvera og tónlistarskólinn verða ekki starfandi.  

Öskudagur í leikskólanum

Auðarskóli Fréttir

  Börnin í leikskólanum slógu „köttinn“ úr tunnunni í morgun og var glatt á hjalla.  Hér má sjá nokkrar myndir frá samverustundinni.

Skólapúls-kannanir í gangi

Auðarskóli Fréttir

Skólapúls-kannanir eru í gangi í febrúar. Foreldrar eru minntir á að taka þátt. Svarhlutfall þarf að vera um og yfir 80% svo niðurstöður verði marktækar. Við hvetjum alla sem fengu tengil á könnun að svara könnun.

10. bekkur-Heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar

Auðarskóli Fréttir

Þriðjudaginn 14. febrúar fór 10. bekkurinn í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur fengu kynningu á námi og kennslu og hittu þeir flesta kennara skólans. Nemendur á fyrsta ári fylgdu þeim á milli stöðva og loks var þeim boðið í hádegismat. Dagurinn var skemmtilegur og í tilefni heimsóknar var smellt í eina mynd. Einn átti líka afmæli þennan daginn!   

Öskudagur í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Á öskudaginn verður mikið fjör í skólanum og vikið verður frá hefðbundnu skólastarfi að mestu. Í leikskólanum verður köttur sleginn úr tunnunni um kl. 9 í Fjallasal leikskólans  og að því loknu labba börnin um bæinn eftir því sem aldur og þroski þeirra leyfir. Í grunnskólanum verður boðið upp á andlitsmálun fyrir hádegi og skellt verður í Brekkusöng. Eftir hádegi, …

Vináttu Blær á afmæli

Auðarskóli Fréttir

Vináttu Blær átti afmæli í gær. Auðarskóli er Vináttu skóli og fögnuðu börnin í leikskólanum afmæli Blæs. Blær fékk afmæliskórónu eins og afmælisbörnum sæmir og afmælissöngur var sunginn.