Talmeinafræðingur

Mál er varða málþroska og framburð eru hluti stoðþjónustu. Foreldrar eða skóli leggja inn beiðni til verkefnastjóra sérkennara um þjónustu á greiningu talmeina. Beiðnir fara í gegnum deildarstjóra leikskóla og/eða stjórnendur skólans. Í þeim tilfellum þegar nemandi þarfnast talþjálfunar eru foreldrar upplýstir um talmeinafræðing og er foreldrum bent á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði vegna slíkrar þjálfunar. Fyrirtækið Trappa ehf. hefur verið í samvinnu við skólann þegar kemur að talþjálfun og er boðið upp á fjarþjálfun.

Talmeinafræðingur sinnir sérkennsluráðgjöf og greinir talvanda auk þess að veita ráðgjöf til skóla og heimili varðandi talþjálfun. Á hans starfssviði eru: Mál- og talörðugleikar
Beiðnir (á þar til gerðu eyðublaði) um greiningu fara í gegnum umsjónarkennara og sérkennara skólans.

Sérkennari sinnir fyrstu lestrar- og stærðfræðigreiningum.