Dagur leikskólans

admin

Dagur leik skólans var haldinn 6. febrúar sl. Í tilefni dagsins voru listaverk nemenda leikskólans í forgrunni og haldin var sérstök sýning á þeim. Boðið var upp á veitingar og áttu gestir og nemendur góða stund saman. Einnig komu nemendur á elsta stigi í heimsókn til okkar á Tröllaklett. Drengir spiluðu við nemendur fyrir hádegi og stúlkur komu í leikjastund …

Hundraðdagahátíð!

admin

​ Skrifaðar voru tölurnar frá 1 – 100 og hundrað algengustu orðin í íslensku. Að vinnu lokinni var haldin hátíð þar sem boðið var upp á pizzu og djús. Deginum lauk svo með frjálsum leik. Umsjónarkennarar á yngsta stigi. Föstudaginn 31. janúar hélt yngsta stigið ​hundraðdagahátíð.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020

admin Fréttir

Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …

Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?

admin Fréttir

Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is. Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að LESA …