Styrkur til tónlistardeildar Auðarskóla

admin

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands, sem haldinn var þann 30. apríl síðast liðinn, var samþykkt að stéttarfélagið styrkti tónlistarkennslu á félagssvæðinu með því að leggja lið Tónlistardeild Auðarskóla. Styrkurinn til Tónlistardeildar Auðarskóla hljóðar upp á 200.000 krónur og er ætlaður til kaupa á hljóðfærum. Við þökkum Stéttarfélagi Vesturlands kærlega fyrir þennan styrk.

Skólahald fellur niður í öllum deildum Auðarskóla

admin Fréttir

Nú hefur verið ákveðið að öll starfsemi Auðarskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn en eins og staðan er núna er líklegast að skóli falli líka …

Skólastarf fer vel af stað í Auðarskóla

admin

Skólastarf í Auðarskóla er farið af stað og gengur vel. Í sumar voru þó nokkuð miklar framkvæmdir hér í skólanum sem gengu að mestu leiti eftir áætlun. Kerfisloft var sett í eina stofu sem breytir hljóðvist í henni til miklilla muna eins voru lögð ný gólfefni á stofur í neðri álmu skólans þar sem yngsta stig hefur sínar stofur. Að …