Kaffihúsakvöld 2017

admin Fréttir

Fimmtudaginn 30. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar 19:00 en skemmtunin byrjar 19:30. Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó.Nemendur úr 6. – 10. bekk sýna skemmtileg atriði.Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 1.000 kr. inn á kaffihúsakvöldið og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri. Hægt er …

Leikskólabörn fóru að skoða selina í Búðardal

admin Fréttir

Miðvikudaginn 27. september fóru börn á Tröllakletti  og 3 börn af Dvergahlíð að skoða selina sem hefur verið komið fyrir niður við höfnina í Búðardal.  Fannst þeim þetta mjög gaman og áhugavert.  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Listaverk leikskólabarna á bókasafninu

admin

Núna í apríl prýða listaverk leikskólabarnanna bókasafnið okkar. Börnin máluðu myndir og einnig bjuggu þau til unga og egg úr pappamassa. Endilega kíkið á listaverkin.

Styrkur til Auðarskóla frá Lionsklúbbi Búðardals

admin Fréttir

Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum.  Viðburðurinn var auglýstur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut. Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir þessa …

Verk frá nemendum á bókasafni

admin Fréttir

Á nýrri örsýningu Héraðsbókasafnsins gefur að líta verk eftir þá nemendur Auðarskóla sem á þessari önn eru í myndmennt. Sýningin mun aðeins standa út marsmánuð og viljum við því hvetja alla til að koma og sjá þessi fallegu myndverk. 

Stóra upplestrarkeppnin í Búðardal

admin

Föstudaginn 29. mars 2019 var stóra upplestrarkeppnin haldin í Búðardal. Til stóð að keppnin ætti að fara fram fimmtudaginn 28. mars en þar sem veðurhorfur voru slæmar og vetrarfærð þá var ákveðið að fresta henni um sólarhring. Föstudagurinn rann um með góðu veðri sól og vetrarblíðu. Keppendur frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar komu hingað í Búðardal ásamt …