Vetrarfrí

admin Fréttir

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla. Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn. Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.

Stóra upplestrarkeppnin í Búðardal

admin Fréttir

Föstudaginn 29. mars 2019 var stóra upplestrarkeppnin haldin í Búðardal. Til stóð að keppnin ætti að fara fram fimmtudaginn 28. mars en þar sem veðurhorfur voru slæmar og vetrarfærð þá var ákveðið að fresta henni um sólarhring. Föstudagurinn rann um með góðu veðri sól og vetrarblíðu. Keppendur frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar komu hingað í Búðardal ásamt …