Útskrift úr leikskóla

admin

Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskóla Auðarskóla miðvikudaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Fjallasal leikskólans að viðstöddum góðum gestum. Útskriftarnemarnir, alls níu talsins, fengu bók og blóm að gjöf frá leikskólanum. Framtíð þessara nemenda er björt og við óskum þeim öllum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.

Skóladagatöl næsta skólaárs

admin

Skóladagatöl skólaársins 2018-2019 eru komin hér inn á vefinn. Undir flipunum „Grunnskóli“ & „Leikskóli“ er efsti valkosturinn „skóladagatal“.

Myndlistarsýning – 10.bekkur.

admin

Sýning á verkum nemenda 10. bekkjar verður í Stjórnsýsluhúsinu frá og með deginum í dag og fram yfir kosningar. Sýningin ber heitið ,,árstíðirnar fjórar“ og áttu nemendur að túlka tré sem sýnir þær. ​ Hvetjum alla til að kíkja við.

Leikskólabörn sungu við opnum Kjörbúðarinnar

admin Fréttir

​Á föstudaginn 13. október 2017 var Kjörbúðin í Búðardal opnuð. Krakkarnir á Tröllakletti tóku þátt í opnuninni með söng þar sem þau fluttu tvö lög í lok ræðuhalda. Krökkunum fannst mjög gaman og spennandi að fá að vera þátttakendur í þessari opnun. 

Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla

admin

Á þriðjudaginn 15. maí n.k.  verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 16:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.