Stuðningsfulltrúa vantar við grunnskóladeild

admin

Stuðningsfulltrúa vantar við Auðarskóla sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur eru áhugi á skólastarfi, góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SDS. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst . Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri í síma 430 4700. Umsóknir …

Gátlistar

admin

Hér koma innkaupalistarnir fyrir Auðarskóla skólaárið 2016-2017. innkaupalisti yngsta stig File Size: 242 kb File Type: pdf Download File innkaupalisti miðstig File Size: 262 kb File Type: pdf Download File innkaupalisti elsta stig File Size: 201 kb File Type: pdf Download File

Tónleikar

admin Fréttir

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr.ATH: enginn posi á staðnum

Öskudagur nálgast

admin Fréttir

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð, miðvikudaginn 10. febrúar, öskudag, klukkan 16:00. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og þann sem heldur sér best í karakter, og eitthvað fleira skemmtilegt. Allir velkomnirKveðjaStjórn foreldrafélagsins

Samvinna leik- og grunnskólans

admin Fréttir

Einu sinni í viku, á fimmtudagsmorgnum milli kl. 10.10 og 11.30 hittast nemendur 1. bekkjar og börn í elsta árgangi leikskólans.  Samvinnan hófst formlega 17. sept. og  var byrjað á því að kynnast skólanum. Við fórum því  saman í skoðunarferð og heimsóttum kennara- og kennslustofur og hittum þar nemendur og kennara. Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil með …

Aðalfundur foreldrafélagsins

admin Fréttir

Aðalfundur foreldafélags AuðarskólaAðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum miðvikudaginn 21. september kl. 20:00.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins.3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs.4. Lagabreytingar.5. Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á.6. Önnur mál.Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …

Gjaldfrjálsar tannlækningar

admin Fréttir

Landlæknisembættið vill koma eftirfarandi á framfæri:Vakin er athygli á því að frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald, fyrir öll þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára.  Sjá frekari upplýsingar í viðhengi og á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/01/07/A-barnid-thitt-rett-a-gjaldfrjalsum-tannlaekningum/ Gjaldfrjálsar tannlækningar eru háðar því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni …

Börnum haldið innandyra

admin Fréttir

Í dag verða börn í leik- og grunnskóla haldið innadyra eftir hádegið vegna loftmengunar frá Holuhrauni. Skólastjóri

Skipulagsdagur þann 6. október

admin Fréttir

Þann 6. október næstkomandi  eru allar deildir skólans á námskeiði.  Því verður ekki skólahald; hvorki í leik- né grunnskóla og akstur fellur niður.  Skólahald hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 7. október. skólastjóri