Dagur íslenskrar tungu

admin Fréttir

Í tilefni dags íslenskrar tungu komu fjórir nemendur úr sjöunda  bekk og lásu fyrir leikskólabörnin. Heimsókn sem þessi er afar kærkomin og setur lit á daginn fyrir alla. Starfsfólk leikskólans

AFS Skiptinemar í Auðarskóla veturinn 2016-2017

admin Fréttir

Þriðja árið í röð hýsir Auðarskóli í Dölum skiptinema á vegum skiptinemasamtakanna AFS sem gerir skólann okkar nú einn af stærri samstarfsaðilum AFS á Íslandi.  Ber því að fagna hversu opnar fjölskyldur í Dölum eru fyrir því að opna heimili sín fyrir unglingum frá ólíkum menningarheimum og gefa af sér til þessara fósturbarna sinna sem koma allstaðar að úr heiminum. …

Tónleikar

admin

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​ ​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr. ATH: enginn posi á staðnum

Stærðfræðikeppni

admin Fréttir

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin Fréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Öskupokagerð

admin Fréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins  og nemenda á efsta stigi.   Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!