Nýr aðstoðarleikskólastjóri

admin

Staða aðstoðarleikskólastjóra við Auðarskóla var auglýst í september og aftur í október þar sem enginn með fagmenntun hafði sótt um.   Einn umsækjandi var að lokum um stöðuna; Herdís Erna Gunnarsdóttir og hefur hún verið ráðin tímabundið í stöðuna frá 1. nóvember. Herdís gengdi stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann frá hausti 2012 fram í ársbyrjun 2014 í forföllum þáverandi aðstoðarleikskólastjóra.  Hún hefur …

Tónfundir í tónlistarskólanum

admin

Tónfundir á haustmisseri verða haldnir miðvikudaginn 28.  kl 14.30  (5-10 bekkur)  og fimmtudaginn 29. kl 14.30 (1-4 bekkur). Þar munu nemendur tónlistarskólans koma fram og spila og syngja fyrir foreldra og gesti.  Fundurinn verður haldinn í sal tónlistarskólans og allir eru velkomnir. Kær kveðja Óli og Jan

Samvinna leik- og grunnskólans

admin

Einu sinni í viku, á fimmtudagsmorgnum milli kl. 10.10 og 11.30 hittast nemendur 1. bekkjar og börn í elsta árgangi leikskólans.  Samvinnan hófst formlega 17. sept. og  var byrjað á því að kynnast skólanum. Við fórum því  saman í skoðunarferð og heimsóttum kennara- og kennslustofur og hittum þar nemendur og kennara. Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil …

Jólaföndursdagurinn

admin Fréttir

Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla.  Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu margir tímann í …

Piparkökuskreyting foreldrafélagsins

admin Fréttir

Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð.Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti.Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. ​KveðjaStjórn foreldrafélags Auðarskóla