Tómas R. Einarsson í heimsókn

admin

Í dag fékk Auðarskóli góða heimsókn.   Tómas R. Einarsson tónlistarmaður mætti í skólann.  Tómas, sem er uppalinn á Laugum í Sælingsdal, hafði  með sér kontrabassa og spjallaði við nemendur og spilaði nokkur lög.  Tómas fjallaði m.a. um ýmislegt sem tengist jassi en á þeim nótum hefur hann mikið spilað undanfarna áratugi. Miðvikudaginn 11. júní verður Tómas aftur á ferðinni og …

Stærðfræðikeppni

admin

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Árshátíð Auðarskóla

admin

Árshátíðin Auðarskóla verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.   Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir.  Veitingarnar eru eins og áður í boði foreldra.  Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Miðaverð er kr. 600 á mann fyrir 6 ára og eldri.  Nemendur fá frítt. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um …

Leikskólabörn í sund

admin

Síðastliðinn fimmtudag 3. apríl fóru elstu börn leikskólans, Regnbogahópurinn, í sund í Búðardal. Veðrið var með besta móti og því var ákveðið að gera sér glaðan dag. Einar íþróttakennari tók á móti hópnum og lagði hann fyrir börnin ýmsar sundþrautir sem þau leystu af hendi eins og ekkert væri. Þrælvanir sundmenn á ferð! Allir skemmtu sér konunglega enda stóð sundferðin …

Skólahreysti

admin

Lið Auðarskóla fór og keppti í skólahreysti fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn. Lið Auðarskóla skipuðu; Steinþór, Björgvin, Sindri, Laufey, Stefanía og Þórey. Allir keppendur stóðu sig með prýði og t.d. þá náði Laufey öðru sæti í hreystigreip.

Tónfundir

admin

Tónfundir í tónlistardeild Auðarskóla verða dagana 25. – 26. mars.  Þriðjudaginn 25. mars verða 1. – 4. bekkur í tónlistarskólanum frá kl. 14.30 – 15.10 og þann 26. mars verða 5. – 10. bekkur í efra rými grunnskólans frá kl. 14.30 – 15.10.  Allir eru velkomnir á tónfundina.

Stóra upplestrarkeppnin

admin

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær.  Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum.  Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir.  Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.

Myndir frá þemadögum

admin

Myndir frá þemadögum skólans 26. – 28. febrúar eru núna komnar inn á myndasvæði skólans.  Sjá :

Öskudagur

admin

Á öskudag lýkur kennslu kl. 12.20 í grunn- og tónskóladeild.  Í framhaldinu er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.  Heimakstur skólabíla hefst  kl. 13.00.  Foreldrar þurfa að hafa samband við skólabílstjóra, með nokkrum fyrirvara,  ef börn þeirra verða eftir í Búðardal. Skólastjóri