Sumarferð leikskólans

admin Fréttir

Fimmtudaginn 12. júní fer leikskólinn í sína árlegu sumarferð.  Ferðaáætlunin er nú endanlega ákveðin.  Farið verður norður á Strandir  í fjöruna norður af Þorpum (ekki langt frá Hólmavík).  Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00. Fyrsti áfangastaður er Sauðfjársetrið á Ströndum.  Litið verður á safnið, skoðaðir heimalingar og hænur. Snæddir  ávextir og  salernisaðstaðan nýtt áður en farið verður í …

Konudagskaffi á mánudaginn 25.feb

admin Fréttir

Næstkomandi mánudag verður konudagskaffi í leikskólanum. Allar mömmur og ömmur barnanna eru velkomnar í kaffi til okkar og hefst sú stund kl. 9.30 og stendur til kl.10.15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi. Vonandi sjáum við sem flestar og hlökkum til heimsóknarinnar.

Tómas R. Einarsson í heimsókn

admin Fréttir

Í dag fékk Auðarskóli góða heimsókn.   Tómas R. Einarsson tónlistarmaður mætti í skólann.  Tómas, sem er uppalinn á Laugum í Sælingsdal, hafði  með sér kontrabassa og spjallaði við nemendur og spilaði nokkur lög.  Tómas fjallaði m.a. um ýmislegt sem tengist jassi en á þeim nótum hefur hann mikið spilað undanfarna áratugi. Miðvikudaginn 11. júní verður Tómas aftur á ferðinni og …

Boðuð vinnustöðvun FG

admin Fréttir

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun fimmtudaginn 15. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.  Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn.   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og kl. 17.00 eru lokatónleikar tónlistardeildarinnar í Dalabúð.Leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði …

Árshátíð Auðarskóla

admin Fréttir

Árshátíðin Auðarskóla verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.   Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir.  Veitingarnar eru eins og áður í boði foreldra.  Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Miðaverð er kr. 600 á mann fyrir 6 ára og eldri.  Nemendur fá frítt.  Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um …

Úti-diskó og skátar í heimsókn

admin Fréttir

Í dag var heldur betur fjör í leikskólanum. Í útivistinni í morgun var haldið úti-diskótek við mikinn fögnuð allra. Mikið hamast og dansað í pollagöllum! Eftir hádegið komu svo nokkrar skátastúlkur í heimsókn til okkar að gera góðverk. Þær skiptu sér á deildirnar og höfðu ofan af fyrir börnunum eins og skátum er lagið. Nokkrar brugðu sér út til að …

Námsvaka Auðarskóla

admin Fréttir

Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkjar ætla að hafa sólarhrings námsmaraþon 24.- 25. janúar. Stíf dagskrá er en námsmaraþon gengur út á að læra. Uppsettri dagskrá þarf að fylgja og vinnulotur eru fráteknar fyrir bókarlærdóm. Heimilt er að nýta síma/tónhlöður til náms ef notuð eru heyrnatól. Í pásum má ekki trufla þá sem eru að …

Nemendafélagið safnar fyrir UNICEF

admin Fréttir

Tveir drengir í unglingadeild Auðarskóla fengu þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að safna fyrir UNICEF. Nemendafélagið hefur verið að skipuleggja söfnunina undanfarið.  Þar sem  mikið keppnisskap er í unglingahópnum og hann alveg til í að gera eitthvað flippað var ákveðið að nota tækifærið til slíks í leiðinni.Dalamenn og fleiri hafa verið mjög duglegir að styrkja félagsstarf nemenda þegar þeir safna …

Ný stjórn nemendafélagsins

admin Fréttir

Nemendur kusu sér nýja stjórn í nemendafélaginu í síðstu viku.  Nýja stjórnin er skipuð á eftirfarandi hátt:Formaður kosinn í beinni kosningu:    Eggert Kári Ingvarsson úr 9. bekk     Fulltrúar úr 8. bekk:     Sigrún  Ó. Jóhannesdóttir og  Ólafur B.  Indriðason                                                       Varamaður: Dagur Þórarinsson     Fulltrúar úr 9. bekk:     Eyrún  E. Gísladóttir  og Hafdís Ösp Finnbogadóttir                                                      Varamaður: Helgi F. Þorbjarnarson     Fulltrúar úr 10. bekk:  …

Skráning í tónlistardeild Auðarskóla

admin Fréttir

Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla.  Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 29.ágúst.  Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski.  Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér.Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér.Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér fyrir neðan, hjá umsjónarkennurum í skólanum og í tónlistardeildinni. umsknareyubla_fyrir_tnlistarnm_2013.doc File Size: …