Hátíð fer að höndum ein

admin

Hátíð fer að höndum ein hana vér allir prýðum lýðurinn tendri ljósin hrein líður að tíðum líður að helgum tíðum

Breytingar á jóladagskránni

admin

Veður og færð hefur spilað nokkuð stórt hlutverk  í skólahaldi desembermánaðar.  Sökum þess verður eftirfarandi röskun á jóladagskránni: Vegna veðurs verða litlu jólin í leikskólanum fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 15.30. Jólatónleikum tónlistardeildarinnar sem vera áttu þann 18. des er aflýst.   Ekki hefur reynst nægur tími til að undirbúa nemendur. Skólastjóri

Skólahaldi aflýst

admin

Öllu skólahaldi Auðarskóla (leik-, grunn- og tónlistarskóla) er aflýst vegna veðurs í dag (10.des.). Skólastjóri

Piparkökubakstur

admin

Miðvikudaginn 3. desember n.k. kl. 17:00 stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir piparkökubakstri í Dalabúð. Nemendur og foreldrar leik- og grunnskólans koma saman og skreyta piparkökur. Öllum verður séð fyrir tilbúnum kökum, en vinsamlegast hafið glassúr meðferðis. Engin gæsla er á staðnum og ætlast til að börn komi í fylgd foreldra eða forráðamanna. Foreldrafélag Auðarskóla