Kaffihúsakvöld

admin

Fimmtudaginn 27. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30. Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó. Nemendur úr 6.-10. bekk sýna bráðskemmtileg skemmtiatriði. Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum. Inn á kaffihúsakvöldið kostar 700 kr. og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Hægt …

Auðarskóli endurnýjar húsgögn

admin

PantoMove stóll Í upphafi þessa mánaðar voru tekin í notkun í Auðarskóla  ný húsgögn fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk skólans.  Um er að ræða PantoMove stóla og VS Uno borð  frá Pennanum. Borðin og stólarnir, sem nýju húsgögnin leysa af hólmi,  voru flest orðin áratuga gömul og hálfgerður samtíningur úr ýmsum áttum. Vonast er til þess að …

Leiksýning á vegum foreldrafélagsins

admin

Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð.  Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum.  Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.