Tómas R. Einarsson í heimsókn

admin Fréttir

Í dag fékk Auðarskóli góða heimsókn.   Tómas R. Einarsson tónlistarmaður mætti í skólann.  Tómas, sem er uppalinn á Laugum í Sælingsdal, hafði  með sér kontrabassa og spjallaði við nemendur og spilaði nokkur lög.  Tómas fjallaði m.a. um ýmislegt sem tengist jassi en á þeim nótum hefur hann mikið spilað undanfarna áratugi. Miðvikudaginn 11. júní verður Tómas aftur á ferðinni og …

Boðuð vinnustöðvun FG

admin Fréttir

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun fimmtudaginn 15. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.  Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn.   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og kl. 17.00 eru lokatónleikar tónlistardeildarinnar í Dalabúð.Leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði …

Árshátíð Auðarskóla

admin Fréttir

Árshátíðin Auðarskóla verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.   Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir.  Veitingarnar eru eins og áður í boði foreldra.  Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Miðaverð er kr. 600 á mann fyrir 6 ára og eldri.  Nemendur fá frítt.  Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um …

Úti-diskó og skátar í heimsókn

admin Fréttir

Í dag var heldur betur fjör í leikskólanum. Í útivistinni í morgun var haldið úti-diskótek við mikinn fögnuð allra. Mikið hamast og dansað í pollagöllum! Eftir hádegið komu svo nokkrar skátastúlkur í heimsókn til okkar að gera góðverk. Þær skiptu sér á deildirnar og höfðu ofan af fyrir börnunum eins og skátum er lagið. Nokkrar brugðu sér út til að …

Námsvaka Auðarskóla

admin Fréttir

Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkjar ætla að hafa sólarhrings námsmaraþon 24.- 25. janúar. Stíf dagskrá er en námsmaraþon gengur út á að læra. Uppsettri dagskrá þarf að fylgja og vinnulotur eru fráteknar fyrir bókarlærdóm. Heimilt er að nýta síma/tónhlöður til náms ef notuð eru heyrnatól. Í pásum má ekki trufla þá sem eru að …