Fyrsti sundtíminn í Búðardal

admin Fréttir

Gamla sundlaugin í Búðardal  er nú tilbúin eftir endurbætur.  Það voru strákarnir á miðstigi, sem voru fyrstir til að synda í lauginni. Strákarnir hafa beðið sundlaugarinnar um skeið og voru kátir með  að fá að vígja hana.

Breytingar á umsjónarhópum

admin Fréttir

Undanfarna áratugi hafa nemendur verið í umsjónarhópum sem samanstanda af einum eða tveimur árgöngum (bekkjum). Undanfarin ár hafa bekkjardeildir verið á bilinu 6 – 7. Skólaárið 2013 – 2014 verður horfið frá þessu fyrirkomulagi og búnir til umsjónarhópar á hverju stigi fyrir sig. Á yngsta stigi verða þrír umsjónarhópar, á miðstigi verða tveir umsjónarhópar og á efsta stigi verða tveir …

Ytra mat – matsskýrsla

admin Fréttir

Nú er komin út matsskýrsla um ytra matið sem fram fór í Auðarskóla í mars.  Það eru matsaðilar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarráðuneytinu sem framkvæmdu matið og tóku saman skýrsluna.  Ytra mat er lögbundið og skulu öll sveitarfélög sjá til þess að það sé framkvæmt í skólum þeirra.Skýrslan er hin fróðlegasta aflestrar  og ljóst að staðan í …

Öskudagur

admin Fréttir

Á öskudag lýkur kennslu kl. 12.20 í grunn- og tónskóladeild.  Í framhaldinu er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.  Heimakstur skólabíla hefst  kl. 13.00.  Foreldrar þurfa að hafa samband við skólabílstjóra, með nokkrum fyrirvara,  ef börn þeirra verða eftir í Búðardal.Skólastjóri

Velkomin á árshátíð

admin Fréttir

Þann 21. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband …

Annað sætið hreppti Guðmundur K. Þorgrímsson

admin Fréttir

Í gær for fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á vegum samstarfsskólanna.  Keppnin var haldinn í sameinuðum grunn- og leikskóla í Hvalfjarðarsveit.   Alls voru það 12 keppendur í sjöunda bekk, frá fimm skólum, sem reyndu með sér. Fyrir hönd Auðarskóla kepptu þeir Guðmundur Kári  þorgrímsson og Tómas Andri Jörgenson.   Báðir stóðu þeir sig með stakri prýði í keppninni. Í heild …

Foreldra í rýnihóp

admin Fréttir

Óskað er eftir nokkrum foreldrum sem eru tilbúnir í að sitja í rýnihópi vegna ytra mats á starfi grunnskóladeildar Auðarskóla.  Um er að ræða einn fund, sem 6 – 8 foreldrar sitja með matsaðilum kl. 17.30 fimmtudaginn 8. mars.   Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@audarskoli.is 

Valið hagnýtt

admin Fréttir

Í áhugasviðsvali á unglingastigi er hægt að velja sér viðfangsefni á víðum grundvelli.  Vignir Smári Valbergsson hafði séð að maturinn var borinn í hitakössum úr eldhúsi og fram í borðsal og að vagnar eldhúsins hentuðu ekki til flutningana.Vignir valdi í áhugasviðsvali að hanna frá grunni og smíða sérstakan vagn undir fluttningana. Smíðinni lauk hann í desember  og kom svo færandi …