Tónfundir

admin

Tónfundir í tónlistardeild Auðarskóla verða dagana 25. – 26. mars.  Þriðjudaginn 25. mars verða 1. – 4. bekkur í tónlistarskólanum frá kl. 14.30 – 15.10 og þann 26. mars verða 5. – 10. bekkur í efra rými grunnskólans frá kl. 14.30 – 15.10.  Allir eru velkomnir á tónfundina.

Stóra upplestrarkeppnin

admin

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær.  Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum.  Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir.  Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.

Myndir frá þemadögum

admin

Myndir frá þemadögum skólans 26. – 28. febrúar eru núna komnar inn á myndasvæði skólans.  Sjá :

Öskudagur

admin

Á öskudag lýkur kennslu kl. 12.20 í grunn- og tónskóladeild.  Í framhaldinu er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.  Heimakstur skólabíla hefst  kl. 13.00.  Foreldrar þurfa að hafa samband við skólabílstjóra, með nokkrum fyrirvara,  ef börn þeirra verða eftir í Búðardal. Skólastjóri