Frá aðalfundi foreldrafélagsins

admin

Nú er fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins 2013 komin á vefsvæði skólans. Slóðin á fundargerðina er hér .

Frestun móts

admin

Frjálsíþróttamóti sem vera átti á morgun (11.sept.) í Borgarnesi hefur verið frestað um óákveðinn tíma af mótshaldara vegna óhagstæðara veðurskilyrða.

Utanlandsferðin góða

admin

Nú er búið að setja rúmlega 60 myndir frá utanlandsferð eldri nemenda, síðastliðið vor til Danmerkur, inn á myndasvæði skólans.  Myndirnar eru flestar teknar af nemendum sjálfum.  Sjá Hér að ofan er mynd af nemendahópnum á góðri stund fyrir framan Tívolí.

Stjórn nemendafélags Auðarskóla

admin

Eftirfarandi sjö nemendur skipa nýja stjórn nemendafélagsins: Formaður kosinn beinni kosningu allra nemenda í 8. – 10. bekk Einar Björn Þorgrímsson 9. bekk 10. bekkur Hlynur Snær Unnsteinsson Sindri Geir Sigurðsson Varamaður : Kristín Þórarinsdóttir 9. bekkur Ríkharður Eyjólfsson Einar Björn Einarsson Varamaður : Steinþór Logi Arnarsson 8. bekkur Lydía Nína Bogadóttir Eydís Lilja Kristínardóttir Varamaður : Helgi Fannar Þorbjörnsson …

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnsskólanum kl. 20.00 mánudaginn 9.september næstkomandi. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar, ef ástæða þykir til. 5. Kosningar. Stjórnarkjör, kosning fulltrúa í fræðslunefnd og kosning tveggja fulltrúa í skólaráð. …

Foreldrafundir – námskynningar 

admin

Framundan eru foreldrafundir/námsgagnakynningar í skólanum.  Þær verða sem hér segir: Yngsta stig miðvikudaginn 4. september     kl. 14.00 Miðstig þriðjudaginn   10.september kl. 10.10 Efsta stig miðvikudaginn  11.september kl. 17.00 Leikskólinn   þriðjudaginn 10. september     kl. 17.45 Skólastjóri

Vel þegið

admin

Nú erum við að leggja gamla vídeótækinu okkar og sjónvarpinu.  Ætlum að nota DVD diska í stað VHS; já tími til kominn segja eflaust sumir. Við eigum nokkurt safn VHS spóla með barnaefni en eiginlega ekkert DVD efni. Því þiggjum við í Auðarskóla með þökkum talsett barnaefni á DVD diskum sem fólk er hætt að nota og fyrir liggur jafnvel …

Skráning í tónlistardeild Auðarskóla

admin

Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla.  Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 29.ágúst.  Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski. Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér . Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér . Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér fyrir neðan, hjá umsjónarkennurum í skólanum og í …

Skólasetning í Auðarskóla

admin

Miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2004, 2005, 2006 og 2007) Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2001, 2002 og 2003) Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2000, 1999 og 1998) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru stigsins  ganga umsjónarhópar til …

Skólaárið er hafið !

admin

Í dag 1. ágúst hófst nýtt skólaár í í Auðarskóla.  Starfsfólk leikskólans mætti til starfa í morgun og hóf undirbúning.  Fyrstu börnin mættu svo kl. 10.00.  Skrifstofa grunnskólans hefur einnig opnað.