Vinaliðaverkefnið

admin Fréttir

Vinaliðar skólans hafa nú undanfarnar vikur undirbúið leiki í frímínútum.  Verkefnið hefur farið vel af stað og fjöldi nemenda tekið þátt í leikjunum.  Nú er verkefnastjórinn Kristján Meldal búinn að opna sérstakan vef þar sem fylgjast má með gangi mála og kynna sér leikjaskipulag.  Hér til hliðar er hnappur merktur „vinaliðaverkefnið“.  Smellið þar til að komast inn á vefinn.

Eineltisverkefni

admin Fréttir

Í Auðarskóla eru reglulega haldnir bekkjarfundir í lífsleikni og þar hefur umræðan um einelti skipað stóran sess. Nemendur í 2.-3. bekk voru að leggja lokahönd á plakat sem unnið var í tengslum við það verkefni. Ákveðið var að vinna út frá slagorði sem nemendur völdu sér og því var svo komið fyrir á spjöldum ásamt mynd af eineltishringnum. Slagorð hópsins …

Brúðusýning í leikskólanum

admin Fréttir

Leikskóla Auðarskóla veittist sú óvænta ánægja að fá brúðusýningu um Gilitrutt.  Brúðusýningin, sem var á vegum Brúðuheima í Borgarnesi, tók um 40 mínútur í fluttningi.  Börnin úr fyrsta og öðrum bekk komu úr grunnskólanum kom yfir í leikskólann til að njóta sýningarinnar.  Sýningin var stórkostlega vel heppnuð og eins og myndirnar sýna náði Bernt, sýningarstjórinn, að fanga athygli  barnanna allan …

Viðbygging leikskólans

admin Fréttir

Viðbygging leikskólans rýkur upp þessa dagana, eins og sjá má á myndinni. Börnin hafa gaman af því að fylgjast með og eru forvitin um gang mála. Starfsfólk leikskólans er líka orðið spennt og sér fram á að geta flutt inn með vorinu. Þá losnar nú heldur betur um nokkur rými sem eru orðin þéttsetin. Kveðjur úr leikskólanum.

Öskudagsskemmtun

admin Fréttir

Haldin verður öskudagsskemmtun á vegum foreldrafélags Auðarskóla  í Dalabúð þann 22. febrúar .  Hefst skemmtunin  kl: 17:00.   Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og „tunnan“ slegin. Nemendafélag Auðarskóla  heldur diskótek fyrir 1.–10. bekk eftir skemmtunina. Aðgangseyrir á skemmtunina er 300 kr og 200 kr kostar (auka) inn á diskótekið. Ath enginn posi er á staðnum.

Umbótaáætlun

admin Fréttir

Nú hefur umbótaáætlun er varðar líðan-hrós-aga í grunnskólanum verið sett á vefsvæðið.   Áætlunin er unnin í beinu framhaldi af niðurstöðum úr sjálfsmati skólans er varða þessa þætti.  Reiknað er með að meta þessa titeknu þætti aftur í nóvember.  Umbótaáætlunina er að finna á þessari slóð hér.