Nú í vikunni stendur Foreldrafélag Auðarskóla fyrir tveimur viðburðum fyrir nemendur skólans. Miðvikudaginn 21. nóvember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“. Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna. Fimmtudaginn 22. nóvember stendur foreldrafélagið fyrir rútuferð …
Frá tónlistardeildinni
Frá því að Auðarskóli tók til starfa haustið 2009 hefur nám í tónlistardeildinni verið að þróast. Nokkrar breytingar hafa verið á samsettningu námsins og kennslu.Sem dæmi um slíkt má nefna að í dag er nám í tónfræði eitthvað sem allir nemendur stunda nú, en tónfærði var nánast ekki kennd árið 2009. Nemendur deildarinnar koma nú fram fyrir aðra helmingi oftar …
Nýja sófasettið
Nú hafa verið keyptir nýir sófar í efra rými grunnskólans í Búðardal. Sófarnir leysa af hólmi gamalt sófasett, sem elstu menn muna vart hvernær var keypt. Var það mál manna að löngu væri orðið tímabært að bæta setaðstöðu nemenda og endurnýja sófana. Í framhaldinu verður unnið að því að setja upp hljóðkerfi í rýminu þannig að auðvelt verði að spila …
Laus störf
Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann hafi reynslu af umönnun og uppeldi barna. Áhugasamir hafi samband …
Sumarhátíð í leikskólanum
Miðvikudaginn 13. júní var sumarhátíð leiskólans. Dagurinn hófst með vorferð barna, foreldra og starfsmanna á geitabúið Háafell í Hvítársíðu. Þar var yndislegt veður og skoðuðu börnin geitur af öllum stærðum og gerðum, léku sér og borðu nesti. Geiturnar voru mjög gæfar og sýndi geithafurinn Prins gestum mikinn áhuga og þá sérstaklega nestinu þeirra. Þegar heim var komið biðu okkar margir …
Skóladagatöl
Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefinn. Um er að ræða bæði leikskóladagatal og sameiginlegt skóladagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild. Hér má finna dagatölin.
Samvinna leik- og grunnskóladeildar
Í hverri viku hittast nemendur í 1. bekk í grunnskóla og skólahópur leikskólans í skemmtilegum verkefnum. Undanfarið hafa börnin verið að vinna með einingakubba, prisma, kapla- og legokubba. Áhersla er lögð á stærðfræði í samvinnunni og unnið hefur verið með nýrnabaunir og tölur og skráningu þeirra. Einnig hefur verið unnið með plúsheiti talnanna 5 og 10 og 15. Margir eru orðnir …
Öskudagur
Á öskudag verður hætt fyrr í grunnskólanum en venjulega. Áætlaður heimakstur er strax að loknum hádegisverði kl. 13.00. Hin árlega öskudagsskemmtun á vegum Foreldra- og Nemendafélsags Auðarskóla verður haldið í Dalabúð. Skemmtunin hefst kl.17 og kostar 500 kr. inn á fyrir 1.-10.bekk en einungis 300 kr. fyrir leikskólabörn. ENGINN POSI Á STAÐNUM!! Kaffi og vöfflusala á vegum Nemendafélagsins verður þegar búið …